Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.2022, Page 24

Læknablaðið - 01.06.2022, Page 24
292 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Mynd 2. Framfærsla þjónustuþega Laugarássins. (A) Framfærsla við innritun. (B) Framfærsla við útskrift. (C) Framfærsla við útskrift, skipt upp eftir aldri þjón- ustuþega. (D) Framfærsla við útskrift eftir fjölda ára í þjónustu Laugarássins. Laugarásnum, eða 75% allra sem voru í þjónustu á tímabilinu. Náms- og atvinnuþátttaka við útskrift var þó heldur minni, eða um 53% en þar af voru 40% í fullu starfi eða fullu námi. Yfir helmingur þjónustuþega sem þáðu engar greiðslur frá Tryggingastofnun, var í fullri vinnu eða námi við útskrift, saman- borið við 5% þeirra sem þáðu endurhæfingarlífeyri eða örorku- bætur. Þá var hlutfall þeirra sem voru í hlutastarfi eða hlutanámi marktækt hærra meðal þeirra sem þáðu greiðslur frá Tryggingar- stofnun (p=0,03). Einnig var marktækur munur á þjónustuþegum sem voru hvorki í námi né vinnu, eftir framfærslu við útskrift, og var hlutfallið 57% meðal þeirra sem höfðu framfærslu af örorku- bótum eða endurhæfingarlífeyri samanborið við 22,7% meðal þeirra sem höfðu aðra framfærslu (p<0,01) (mynd 3). Í töflu IV kemur fram að meðaltími endurhæfingar á Laugar- ásnum var um ári styttri meðal þeirra sem voru í vinnu eða námi (p<0,01) og meðalaldur þeirra var sömuleiðis marktækt lægri en í hinum hópnum, eða 25,6 ár samanborið við 27,1 ár. Marktækt hærra hlutfall þjónustuþega sem voru í sambandi bjuggu hjá fjöl- skyldu, voru með stúdentspróf og höfðu verið á vinnumarkaði fyrir innritun á Laugarásinn voru í vinnu eða námi við útskrift, samanborið við þá sem voru það ekki. Þá voru færri greindir með geðklofa í hópnum sem var í vinnu eða námi (p<0,01). Einnig var marktækur munur milli hópanna hvað varðar clozapine-meðferð einhvern tímann og forðalyfjameðferð við útskrift, en hlutfall beggja var lægra meðal þeirra sem voru í vinnu eða námi við út- skrift. Minna en helmingur þeirra sem voru í vinnu eða námi, hafði sögu um kannabisneyslu, samanborið við um 74% í hinum hópnum (p<0,01). Nær allir sem voru í vinnu eða námi við útskrift höfðu tekið þátt í starfsendurhæfingu á Laugarásnum, eða 88%. Einþátta tvíkosta aðhvarfsgreining leiddi í ljós að aukinn fjöldi ára í endurhæfingu, geðklofagreining, tvígreining, að hafa ein- hvern tímann verið á clozapine, að vera á geðrofslyfi í forðalyfja- formi, saga um kannabisneyslu og hærri aldur við útskrift hefðu neikvætt forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift (tafla V). Í fjölþátta greiningu reyndust þessir sömu þættir hafa neikvætt forspárgildi fyrir utan aukinn fjölda ára í endurhæfingu,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.