Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Síða 28

Læknablaðið - 01.06.2022, Síða 28
296 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N linga með geðrofssjúkdóma.18 Yfir 40% þeirra sem að höfðu fram- færslu af örorku- eða endurhæfingarlífeyri við útskrift voru í ein- hverri vinnu eða námi. Það bendir til þess að framfærsla af örorku- eða endurhæfingarlífeyri dragi ekki endilega úr hvata einstaklinganna til að taka þátt í námi eða vinnu, sem stingur í stúf við erlendar rannsóknir.18 Um 75% þjónustuþega voru atvinnulausir við innritun á Laugarásinn, sem er töluvert hærra hlutfall atvinnulausra en við innritun í snemmíhlutunarmeðferðir í Danmörku og Nýja-Sjá- landi, en þar var atvinnuleysi 60%.22,31 Hjá mörgum þeirra sem veikjast af geðrofi er aðdragandi að fyrsta geðrofi og mikil for- stigseinkenni sem lýsa sér helst í auknum neikvæðum einkennum og vitrænni skerðingu.7 Slíkt getur haft í för með sér minnkaða samfélagslega virkni og atvinnuleysi. Því gæti ein skýring þessa mikla atvinnuleysis við innritun verið hamlandi forstigseinkenni fyrir inngrip í fyrsta geðrof hjá hluta þjónustuþega. Meirihluti þjónustuþega var í vinnu eða námi samhliða endur- hæfingu á Laugarásnum, eða um 75% þjónustuþega og af þeim hafði um 60% verið í IPS-náms- og starfsendurhæfingu. Umtals- vert lægra hlutfall þjónustuþega var þó í vinnu við útskrift, eða um 50% sem er þó hærra hlutfall en í Danmörku þar sem 37,6% þjónustuþega voru í vinnu eða námi fjórum til 5 árum eftir inn- skrift í snemmíhlutunarúrræði.32 Í þessu samhengi er þó mikil- vægt að líta til þess að tímalengd endurhæfingar er ekki endilega sú sama hérlendis og í Danmörku, sem torveldar samanburð. Ein möguleg skýring á minni atvinnuþátttöku við útskrift en sam- hliða endurhæfingunni á Laugarásnum gæti verið minna utanum- hald eftir því sem nær dregur útskrift. Einnig er það líkleg skýring að með þátttöku í IPS-náms- og starfsendurhæfingu fá þjónustu- þegar vinnu við hæfi sem þeir sjálfir hafa áhuga á, sem á ekki endilega við eftir útskrift. Þeir þjónustuþegar sem höfðu reynslu af fastri atvinnu eða voru í vinnu við innritun á Laugarásinn voru líklegri til að taka þátt í námi eða vinnu við útskrift. Þetta bendir til þess að virkni þjónustuþega fyrir innritun hafi mikið að segja um samfélagslega virkni við útskrift. Þjónustuþegar með stúdentspróf voru líklegri til að taka þátt í vinnu eða námi við útskrift og er það í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt að menntunarstig hafi forspár- gildi varðandi atvinnuþátttöku einstaklinga með geðrofssjúk- dóma.17,18 Þó er ekki ólíklegt að þessar niðurstöður endurspegli raunverulegt samband milli menntunar og atvinnuþátttöku, en á Íslandi er atvinnuþátttaka meiri og atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa meiri menntun.33 Geðklofagreining og meðferð með clozapine, þættir sem endurspegla alvarleg sjúkdómsein- kenni, reyndust hafa neikvætt forspárgildi um náms- og atvinnu- þátttöku við útskrift. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að alvarleg neikvæð og vitræn einkenni hafi neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku einstaklinga með geðklofa.18 Niðurstöður fjölþátta aðhvarfsgreiningar bentu til þess að saga um kannabisneyslu væri eina breytan tengd vímuefnaneyslu sem hefði neikvætt forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við út- skrift. Þar sem einstaklingar með vímuefnavanda eru almennt ólíklegri til að vera í vinnu34 kom á óvart að aðrar neyslugreiningar við útskrift höfðu ekki marktæk áhrif. Atvinnuþátttaka á Laugar- ásnum var sá þáttur sem hafði mest jákvætt forspárgildi um þátt- töku í námi og vinnu við útskrift, og var það jafnframt einn af fáum forspárþáttum sem hægt er að hafa áhrif á með endurhæf- ingu. Hvoru tveggja, hefðbundin starfsendurhæfing og náms- og starfsendurhæfing á vegum IPS, jók líkurnar á þátttöku þjónustu- þega í vinnu eða námi við útskrift. Helsti styrkleiki rannsóknarinnar var að úrtakið náði til allra þeirra sem útskrifast höfðu af Laugarásnum, eftir lengri en 6 mánaða endurhæfingu á tímabilinu 2010-2020 og var gott aðgengi að gögnum um meðferðina á Laugarásnum. Helsti veikleiki rannsóknarinnar var lítil stærð rannsóknarúr- taksins ásamt því að ekki reyndist unnt að leiðrétta fyrir sjúkdóms- einkennum, tímalengd ómeðhöndlaðs geðrofs og aldri við grein- ingu í fjölþátta aðhvarfsgreiningunni, en það eru þeir þættir sem erlendar rannsóknir eru samdóma um að hafi hvað mest að segja um atvinnuþátttöku einstaklinga með geðrofssjúkdóma.18 Þennan veikleika má að mörgu leyti rekja til skráningarvanda á Laugarásn- um. Þá gaf vímuefnaneysla þjónustuþega, skilgreind út frá neyslu- greiningum, ekki hárrétta mynd af vímuefnaneyslu rannsóknarúr- taksins vegna skráningarvanda. Annar galli er að upplýsingabjögun gæti verið til staðar við skráningu ákveðinna breyta, en skráning atvinnuþátttöku við upphaf meðferðar byggir til að mynda á frá- sögn þjónustuþega. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar um forspár- þætti náms- og atvinnuþátttöku við útskrift er því þeim takmörk- unum háð að ekki voru til staðar fullnægjandi upplýsingar um allar þær breytur sem skoðaðar voru. Einnig gæti reynst erfitt að yfirfæra forspárþætti náms- og atvinnuþátttöku á snemmíhlutunarúrræði í öðrum löndum, þar sem uppbygging úrræðanna, félagsleg staða og réttindi sjúklinga eru breytileg milli landa. Samantekt Ljóst er að betur má ef duga skal ef auka á samfélagslega virkni ungs fólks á Íslandi eftir fyrsta geðrof. Þrátt fyrir að færri hafi verið atvinnulausir eftir endurhæfinguna en fyrir innritun var tæplega helmingur þjónustuþega hvorki í námi né vinnu við út- skrift. Sá þáttur sem hafði hvað mest jákvætt forspárgildi um þátttöku í námi eða vinnu við útskrift var atvinnuþátttaka með- an á endurhæfingu stóð og er það jafnframt einn af fáum þáttum sem hægt er að hafa áhrif á í endurhæfingunni. Því virðist brýnt að tryggja fjármagn og mannskap fyrir áframhaldandi skilvirka starfsendurhæfingu á Laugarásnum. Samfélagslegri virkni þjón- ustuþega hafði hrakað verulega fyrir snemmíhlutun hjá stórum hluta þjónustuþega, sem bendir til þess að stór hluti þjónustu- þega hafi haft hamlandi forstigseinkenni fyrir greiningu. Það virðist því mikilvægt að fræða almenning um þessi forstigsein- kenni geðrofssjúkdóma til þess að hægt sé að grípa þetta unga fólk fyrr. Niðurstöður um kannabisneyslu þjónustuþega gefa vísbendingu um að kannabisneysla á unglingsárum sé mjög al- geng meðal ungra einstaklinga sem fá snemmíhlutun í geðrof hér á landi. Eru það eftirtektarverðar niðurstöður í ljósi þess að kannabisneysla á unglingsárum getur verið hluti af meinmynd- un geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma.35 Þakkir Sérstakar þakkir fær starfsfólk Laugarássins meðferðargeðdeildar fyrir aðstoð við gagnasöfnun ef upplýsingar vantaði um einstak- lingana í rannsóknarúrtakinu í sjúkraskrá. Einnig fá Andrea Valtora og Leon Arnar Heitmann þakkir fyrir tölfræðiráðgjöf.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.