Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 303 R A N N S Ó K N sem krafðist enduraðgerðar reyndist sambærilegt yfir tímabilin fjögur, en ekki reyndist marktækur munur á tíðni endurtekinna aðgerða eftir því hvort upphaflega var beitt brjóstholssjárað- gerð eða opnum brjóstholsskurði (85% á móti 11%) en munurinn reyndist ekki marktækur. Hlutfall endurtekins loftbrjósts sem krafðist enduraðgerðar var einnig sambærilegt yfir tímabilin fjög- ur. Í töflu V eru sýndir forspárþættir endurtekins loftbrjósts sem krafðist enduraðgerðar. Yngri sjúklingar reyndust marktækt lík- legri til að þurfa enduraðgerð en ekki sáust marktæk tengsl við lík- amshæð, lengd viðvarandi loftleka eftir fyrstu aðgerð eða þar sem aðeins var beitt fleygskurði. Kvenkyn, reykingar, þyngd og aðgerð með brjóstholssjá reyndust heldur ekki hafa marktæk tengsl við enduraðgerð. Umræða Í þessari afturskyggnu rannsókn var kannaður árangur aðgerða vegna frumkomins sjálfsprottins loftbrjósts á Íslandi á tæplega þriggja áratuga tímabili. Áhersla var fyrst og fremst á breytingu. á tíðni aðgerða og fylgikvilla, einkum vegna endurtekins loftbrjósts. Heilt yfir reyndist árangur aðgerðanna góður, sem endurspegl- ast meðal annars í lágri tíðni alvarlegra skammtímafylgikvilla og þeirri staðreynd að enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Algengasti snemmkomni fylgikvillinn var viðvarandi loftleki sem oftast var vægur, en 13% þeirra sjúklinga þurftu þó enduraðgerð til að stöðva lekann í sömu innlögn. Alvarlegar blæð- ingar og sýkingar reyndust hins vegar sjaldgæfari (4,5%). Árleg fækkun aðgerða reyndist tæp 3% og var lækkunin mark- tæk. Ástæðan fyrir því er ekki augljós en ábendingar virðast í stór- um dráttum svipaðar hér á landi og í erlendum rannsóknum.17,18 Hjá flestum sjúklinganna var um að ræða fyrsta loftbrjóst eða Mynd 3. Tími frá frumaðgerð að enduraðgerð vegna frumkomins sjálfkrafa loftbrjósts (viðsnúið Kaplan- Meier-graf). fyrsta endurtekna loftbrjóstið og átti það við um öll fjögur tímabil- in. Líkt og sést hefur erlendis hefur færst í vöxt að gera aðgerð á fyrsta loftbrjósti.19-21 Þessi þróun, að taka sjúklinga fyrr til að- gerðar, skýrir því augljóslega ekki fækkun aðgerðanna hér á landi. Hlutfall karla, þyngd og líkamshæð breyttist lítið á tímabilinu og skýrir því heldur ekki fækkun aðgerða. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort lægra hlutfall þeirra sem reykja á Íslandi geti átt þátt í þessari þróun. Auk hæðar og lágs líkamsþyngdarstuðuls eru reykingar veigamestu áhættuþættir fyrir loftbrjósti,3 og aðeins í örfáum tilfellum sem erfðasjúkdómar eins og Marfans-sjúkdóm- ur eru til staðar. Hlutfall sjúklinga sem reyktu eða höfðu reykt breyttist þó ekki marktækt þegar leið á rannsóknina (tafla I), en tilhneiging í þá átt sást þó greinilega. Þannig höfðu 71% sjúklinga sögu um reykingar á fyrsta tímabilinu samanborið við 65% á því Forspárþáttur GH 95% ÖB p-gildi Aldur (ár) 0,91 0,83-0,97 0,0164* Kvenkyn 1,51 0,39-5,40 0,533 Þyngd (kg) 0,99 0,93-1,04 0,6104 Hæð (cm) 1,07 1,00-1,14 0,0570 Saga um reykingar 1,10 0,47-2,56 0,8217 Aðgerð með brjóstholssjá 1,30 0,49-4,10 0,6225 Einungis fleygskurður 1,76 0,77-4,04 0,1802 Viðvarandi loftleki > 96 klst. 2,44 0,88-6,19 0,0693 Tafla V. Sjálfstæðir forspárþættir fyrir endurteknu loftbrjósti eftir aðgerð vegna sjálfsprottins loftbrjósts. Sýnd eru gagnlíkindahlutföll (GH) og 95% öryggisbil.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.