Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 45

Læknablaðið - 01.06.2022, Qupperneq 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 313 „Aðstæður hér eru erfiðar. Samningsleysi sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands hefur takmarkað aðgang lækna sem hafa lokið sérnámi að komast á samning,“ seg- ir Unnur Steina Björnsdóttir. Mynd/Olga Björt V I Ð T A L og dæmi um það er rauðkirnings-vélinda- bólga sem lýsir sér með kyngingarörðug- leikum. Ekki má gleyma bráðaofnæmis- kasti sem er lífshættulegur sjúkdómur.“ Fyrirsjáanlegur er gríðarlegur mönnunar vandi í þessu fagi og aðeins örfáir erlendis að tileinka sér fræðin. „Það sem gerir sérgreinina sérstaklega áhugaverða er að nú þekkjum við bólgu- boðleiðirnar sem liggja að baki æ fleiri sjúkdómum og skiljum hvernig lyf gegn þeim virka.“ Hægt er að læra ofnæmis- og ónæmisfræði vestanhafs og austan. Grunnurinn er alltaf annaðhvort lyflækn- ingar eða barnalækningar og svo sérnám í tvö til þrjú ár. Lögð er áhersla á alla þrjá þættina í náminu: astma-, ofnæmis- og ónæmisfræði. Húðpróf, blóðrannsóknir og öndunarmælingar Flestir ofnæmislæknar eru einnig sér- fræðingar í ónæmisfræði eða klínískri ónæmisfræði og sérhæfa sig í ýmsum ónæmissjúkdómum en þó sérstak- lega ónæmisbresti eins og sértækum mótefnaskorti. „Til þess að greina þessa sjúkdóma gerum við húðpróf eða blóð- rannsóknir og niðurstöðurnar eru bæði sértækar og næmar. Hægt er að spá fyrir um þá með yfir 95% vissu. Spennandi nýjung í fæðuofnæmi er að nú er að hægt að sundurgreina molecular componenta með sértækri blóðrannsókn til þess að aðgreina hvort um lífshættulegt fæðuof- næmi sé að ræða eða ekki. Þetta á við um bæði jarðhnetu- og heslihnetuofnæmi. Varðandi astma eru ýmis tæki notuð eins og öndunarmælingar og mælingar á bólgu í öndunarfærum (FeNO) en þannig er bæði hægt að meta bólgu og fylgjast með meðferðarárangri. Ónæmisbrestir eru greindir með flóknum blóðrannóknum.“ „Kennslan hefur veitt mér gríðarlegan innblástur. Ég var yfirlæknir við ofnæm- isdeild Landspítala og dósent við lækna- deild. Stór hluti af starfinu eru fyrirlestrar á þingum og ráðstefnum. Þannig hef ég fengið að ferðast um allan heim og kynnst helstu sérfræðingum í minni grein.“ Raki, mygla og hreinsiefni Umræða hefur verið um raka og myglu, og veikindi fólks vegna raka og myglu í skól- um og á vinnustöðum þar sem viðhaldi hafi ekki verið sinnt, sérstaklega á vegum hins opinbera. Unnur Steina segir að vandinn við mygluóþol sé að innan við 5% séu með mygluofnæmi sem getur valdið slæmum astma og ofnæmi, en langflestir séu með önnur einkenni sem erfitt er að skilgreina. „Rakinn veldur jafn miklum skaða og myglan, þar sem raki í bygging- arefnum losar rokgjörn efni. Aðeins um 20% finna fyrir þessu en hin 80% finna ekki fyrir neinu og skýrir kannski skiln- ingsleysi á vandanum. Mikilvægt er að við læknar hlustum á sjúklingana og tökum einkennin alvarlega.“ Nýjar rannsóknir sýna skaðsemi hrein- gerningarefna og aukaefna sem bætt er í matvæli til að auka samloðunarhæfni þeirra. Unnur Steina segir að margt bendi til þess að hreinsiefni hafi áhrif á ofnæm- ismyndun og hafi bein áhrif á yfirborðs- þekju í nefi, berkju, meltingarvegi og húð. „.Ef til vill er aukin notkun þessara efna ein af skýringum þess að astma- og of- næmistilfellum fer fjölgandi.“ Staðan hér heima „Aðstæður hér eru erfiðar. Samningsleysi sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Ís- lands hefur takmarkað aðgang lækna sem hafa lokið sérnámi að komast á samning. Þetta hindrar nýliðun og hefur áhrif á innleiðingu nýrrar þekkingar. Nú ríður á að SÍ komi til móts við sérfræðilækna. Ekki hefur verið bætt nýjum læknisverk- um í samninga lengi og laun sérfræði- lækna hafa ekki fylgt launavísitölu. Þetta er ekki aðlaðandi umhverfi til að snúa heim til eftir langt og strangt nám. Það eru margir hérlendir sérfræðingar að gefast upp og fara út aftur. Bætt aðstaða og kjör sjálfstætt starfandi lækna myndu fjölga læknum. Töluverð umræða hefur verið um að flytja af bráðasjúkrahúsinu verk sem hægt er að vinna annars staðar þannig að spítalinn geti einbeitt sér að því sem hann þarf að sinna og gerir vel. Heil- brigðisráðherra hefur sýnt þessu áhuga.“ „Eins og staðan er núna er meðalaldur okkar orðinn hár og mjög fáir í námi. Við vitum um einn í fullorðinsofnæmis- og ónæmislækningum í Svíþjóð og ég held tveir í barnalækningum.“ Læknanemar kynnast astma- og of- næmislækningum á göngudeild í Foss- vogi og á ónæmisfræðideild Landspítala. „Þetta eru virkar deildir með starfandi aðstoðar- og deildarlæknum. En ef upp koma mönnunarvandamál annars staðar er þeim kippt héðan. Ég hef á stofunni minni haft læknanema en það þyrfti að auka samstarf stofulækna og Háskóla Íslands. Deildarlæknar í lyflækna- prógramminu fara á mis við að sjá þann fjölbreytileika sem við sjáum á stofunum okkar. Oft gríðarlega sjaldgæfa og flókna sjúkdóma.“ Spennandi og gefandi fræðigrein Unnur Steina hvetur unglækna til þess að kynna sér sérgreinina og nefnir sér- staklega fjölbreytni starfsins og sveigjanlegan vinnutíma auk tækifæra til rann- sóknarvinnu. „Ég var innanbúðar í rannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu í tvö ár. Við höfum birt gríðarlega mikið um erfðafræði astma og vorum fyrst til að finna astma-genin í gegnum eosinophila.“ Unnur Steina brennur fyrir starf sitt. „Þess eru mörg dæmi að læknar komnir á aldur eru enn á fullu og vilja ekki hætta að lifa og hrærast í þessum fræðum. Það sem við eigum sameiginlegt er vita að það að vera góður læknir er að hlusta á sjúk- lingana og hafa ástríðu fyrir því að skilja og viðurkenna vandann sem þeir standa frammi fyrir,“ segir hún að lokum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.