Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 4
4 HUGUR OG HÖND2021 HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS FORMANNSPISTILL MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR Starfsárið sem nú er að líða hefur sannarlega verið frábrugðið því sem venjulegt má teljast. Heimsfar- aldur Covid-19 hefur sett mark sitt á alla starfsemi en samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á allt starf félagsins. Mikil röskun varð á námskeiðahaldi með tilheyrandi tekjutapi og nefndastarf, sem hefur verið blómlegt, að mestu leyti legið niðri. Samkomur sem jafnan eru haldnar af ýmsu tilefni hafa ekki verið mögulegar. Í efnahagskreppu, eins og þeirri sem fylgt hefur heimsfaraldrinum, vex jafnan áhugi á handverki. Fyrir því eru margvíslegar ástæður. Má þar nefna að fólk hefur meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Manneskjan sækir í þá ró og sálarfrið sem felst í því að skapa með eigin höndum og þörfin fyrir að fara betur með vex. Í þessu felst að áhuginn á öllu því sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir fer vaxandi og er því ástæða til að horfa til næstu missera með bjartsýni. Starfsárið hefur þrátt fyrir allt síður en svo ein- göngu einkennst af samdrætti og takmörkunum. Í nýjum aðstæðum felast gjarnan ný tækifæri og á meðal þeirra sem félagið nýtti sér er lifandi streymi á netinu. Í stað þess að halda prjónakaffi mánaðarlega, eins og gert hefur verið frá árinu 2007, var brugðið á það ráð að nýta tæknina. Fjögur prjónakaffi voru haldin í streymi og fjölluðu þau um Skotthúfu frú Auðar, Knipl og Útsaum Karólínu. Þó að fátt komi í stað raunverulegrar samveru þá eru aðrir kostir við að miðla efni á netinu því þannig næst til stærri hóps en áður. Í lok október gaf Sögufélag út bókina Handa á milli – Heimilisiðnaðarfélag Íslands í 100 ár eftir Áslaugu Sverrisdóttur sagnfræðing. Með verkinu rættist langþráður draumur um að koma sögu félagsins á prent. Áslaug vann að verkinu, með hléum, frá afmælisárinu 2013 og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Samstarfið við Sögufélag var afar ánægjulegt og á það lof skilið fyrir einstaklega metnaðarfulla útgáfu þar sem ekkert var til sparað. Því miður gafst ekki tækifæri til að fagna útgáfu bókarinnar eins og tilefni var til, en hér er um að ræða faglegt rit sem stenst tímans tönn og því ástæða til að gleðjast lengi enn. Nú á vormánuðum var opnuð á Árbæjarsafni sýningin Karólína vefari. Karólína Guðmundsdóttir (1897-1981) rak um áratuga skeið vefstofu við Ásvallagötu í Reykjavík. Sýningin á sér nokkuð langan aðdraganda en hún er unnin í samstarfi Borgarsögusafns og Heimilisiðnaðarfélagsins. Félagsmenn aðstoðuðu við ýmis verk tengd* sýningunni auk þess sem hluti sýningargripa sem áður var varðveittur hjá félaginu er nú kominn í varanlega geymslu Árbæjarsafns. Í tilefni af sýning- unni hefur félagið hafið framleiðslu á útsaums- pakkningum með munstrum Karólínu. Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður var fengin til verksins og hefur hún af einstakri þekkingu og smekkvísi valið munstur og útfært í nýtískulegt samhengi. Afraksturinn er 17 mismunandi útsaums- pakkningar sem án efa munu falla í góðan jarðveg hjá handavinnuáhugafólki því vinsældir útsaums fara ört vaxandi. Þess má til gamans geta að þær

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.