Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 22
22 HUGUR OG HÖND2021
TEXTÍLMIÐSTÖÐ ÍSLANDS
RAFRÆNN GAGNAGRUNNUR
Í VEFNAÐI
RAGNHEIÐUR BJÖRK ÞÓRSDÓTTIR
Textílmiðstöð Íslands — Þekkingarsetrið
á Blönduósi er til húsa í gamla Kvenna-
skóla bæjarins að Árbraut 31. Textílkennsla
var stór partur af náminu sem fram fór í
Kvennaskólanum á sínum tíma og fellur
starfsemin þar í dag því vel að þessari
merku byggingu.
Í Textílmiðstöð Íslands fer fram margþætt
starfsemi og rannsóknir á sviði textíls,
ásamt því að þar eru reknar öflugar
gestavinnustofur fyrir textíllistamenn
sem hafa verið mjög eftirsóttar. Mikið
uppbyggingarstarf hefur átt sér stað þar
á undanförnum árum, en miðstöðin fékk
til dæmis styrk úr Innviðasjóði Rannís, til
að byggja upp stafræna rannsóknarinn-
viði í textíl á Blönduósi. Þar er verið að
leggja drög að öflugum textílvinnustofum
(Textile FabLab), með áherslu á stafræna
tækni, þar sem hönnuðir og textíllista-
menn geta komið og nýtt sér tækjakost-
inn, t.d. í vefnaði, útsaum, þrykki, þæfingu
og prjóni, ásamt því að viðhalda gamalli
þekkingu á þessu sviði.
Nýlega lauk þriggja ára rannsóknar-
verkefni í vefnaði sem styrkt var af
Tækniþróunarsjóði Rannís og ber heitið
Að byggja stafræna textílbrú til framtíðar
eða Bridging Textiles to the Digital Future.
Verkefnið fólst í því að byggja upp
stafrænan gagnagrunn á frumgögnum
í vefnaði eftir nokkra íslenska vefara
og vefnaðarkennara sem störfuðu á
seinni hluta 20. aldar. Gögnin voru til
í Textílmiðstöð Íslands og hjá Vinum
Kvennaskólans og eru í formi handgerðra
vefnaðarmunstra, vefnaðarprufa og
handskrifaðra vefnaðaruppskrifta.
Umfangsmestu gögnin sem nýi
gagnagrunnurinn byggir á eru gögn
þeirra Guðrúnar Jónasdóttur, sem var
vefnaðarkennari við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands, og Sólveigar
Arnórsdóttur, sem var vefnaðarkennari
við Kvennaskólann á Blönduósi á sjötta
áratug 20. aldar. Elstu gögnin, frá því um
1934, eru frá Guðrúnu, en hún nam fyrst
við Húsmæðraskólann á Hallormsstað
hjá Sigrúnu P. Blöndal frá 1934-1936. Hún
útskrifaðist sem vefnaðarkennari árið
1938 frá Den Kvinnelige Industriskole, nú
Statens læreskole i forming, í Osló og eru
því gögn Guðrúnar að hluta til á norsku.
Sólveig Arnórsdóttir lærði vefnað við
Húsmæðraskólann á Laugum 1946-1947
en hélt síðan til náms í Svíþjóð haustið
1951. Hún stundaði nám við vefnaðar-
kennaraskólann Handarbetets Vänners
Vävskola í Stokkhólmi og lauk þaðan
námi í desember 1953. Hluti af gögnum
Sólveigar er því á sænsku sem gæti gert
þau áhugaverð fyrir sænska rannsak-
endur á sviði textíls og á sama hátt gætu
norsk gögn Guðrúnar höfðað til norskra
rannsakenda.
Til grundvallar verkefninu lágu einnig
kennslugögn í vefnaði frá tímum Kvenna-
skólans á Blönduósi og hluti af þeim
munstrum sem eru í Vefnaðarbók
eftir Sigrúnu P. Blöndal skólastjóra og
Bindimunstur á norsku frá því um 1937-1938 úr
frumgögnum Guðrúnar Jónasdóttur vefnaðar-
kennara. Ljósmynd: Cornelia Theimer Gardella.