Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 19
ÚTSAUMI NJÁLUREFILS LOKIÐ KRISTÍN HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR Í september á liðnu ári urðu þau tímamót að síðasta sporið var saumað í Njálurefilinn. Þar með lauk útsaumi refils sem þegar upp var staðið var 91,16 metrar að lengd. Til samanburðar má geta að hinn víðfrægi Bayeux-refill frá 11. öld er 70 metrar. Verkefninu var ýtt úr vör að frumkvæði tveggja kvenna úr Rangárþingi, þeirra Christinu M. Bengtsson og Gunnhildar Eddu Kristjánsdóttur, og var hafist handa við saumaskapinn í Sögusetrinu á Hvolsvelli í febrúar árið 2013. Eins og fram kemur á vefsíðu verkefnisins er því ætlað að varðveita menn- ingararfleifð héraðsins á sérstæðan hátt og laða að ferðamenn með áhuga á Íslendingasögunum, listum og handverki. Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur er hönnuður refilsins. Af honum má lesa framvindu Njáls sögu í myndum og máli, unnum með svonefndum refilsaumi með íslensku ullareinbandi í hördúk. Ákveðinn kjarni íbúa í Rangárþingi kom reglulega saman og saumaði út í refilinn, en auk þess var hafður sá háttur á að leyfa gestum og gangandi að spreyta sig með nálina að fenginni kennslu í refilsaumi. Miklar vinsældir þessa höfðu í för með sér að útsaumurinn tók skemmri tíma en áætlað hafði verið, eða um sjö og hálft ár í stað tíu. Unnið er að því að búa Njálureflinum viðeigandi sýningarstað á Hvolsvelli. Lesa má nánar um Njálurefilinn á vefsíðunni www.njalurefill.is Ullarband af norður-þingeysku Sauðfé. Náttúrulegt Ólitað band. www.Gilhagi.is afsláttarkóðinn: Huguroghönd 5% afsláttur í Vefverslun út árið 2021. Gilhagi, 671 Kópasker - www.facebook.com/gilhagi - Gilhagi@gilhagi.is Hér sitja við sauma, frá vinstri talið, þær Sigurbjörg Sveinsdóttir, Helga Sigurðardóttir og Katrín Óskarsdóttir. Ljósmynd: Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.