Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 6
6 HUGUR OG HÖND2021
HANDA Á MILLI
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG
ÍSLANDS Í HUNDRAÐ ÁR
MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR
Á 100 ára afmælishátíð Heimilisiðnaðar-
félags Íslands árið 2013 færði Jakobína
Guðmundsdóttir, formaður HFÍ á
árunum 1981-1987, félaginu veglega
peningagjöf sem verja skyldi til að
skrá sögu félagsins. Áslaug Sverris-
dóttir sagnfræðingur, sem þekkir vel
til Heimilisiðnaðarfélagsins tók að sér
ritunina og samið var við Sögufélag
um útgáfu. Í því felst að Sögufélag sá
um ritstjórn, ritrýni, laun til höfundar,
hönnun, prentun, dreifingu og sölu en
Heimilisiðnaðarfélagið sá um mynda-
öflun og myndaritstjórn. Samstarfið við
Sögufélag var einstaklega gott enda
er fagmennskan þar í fyrirrúmi.
HVERS KONAR BÓK?
Óhætt er að mæla með aldarsögu
Heimilisiðnaðarfélags Íslands við alla
þá sem unna handverki á einhvern hátt,
hvort sem bókin er lesin frá upphafi til
enda eða gripið niður þar sem áhuginn
býður hverju sinni. Ferðalag um 100
ára sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands
1913-2013 er afskaplega fróðlegt og
skemmtilegt. Sagan er áhugaverð
bæði fyrir þá sem unna handverki og
heimilisiðnaði og þá sem hafa sagn-
fræðilegan áhuga á viðfangsefninu.
Þær samfélagsbreytingar sem orðið
hafa á heilli öld eru gríðarlegar en
Áslaugu tekst á áhugaverðan hátt að
varpa ljósi á þjóðfélagslegar aðstæður á
hverjum tíma og áhrif þeirra á framvindu
og framgang félagsins. Í frásögninni
endurspeglast hvernig félagið hefur
þróast í takt við samfélagið hverju sinni
með fjölbreyttu starfi. Athygli vekur að
ákveðnir þættir einkenna starfsemina
frá upphafi: námskeið, útgáfustarfsemi,
norrænt samstarf, sýningar og síðar
verslunarrekstur.
SAGAN
Framsetning sögunnar í tímabilum
gerir lestur hennar skilmerkilegan og
skemmtilegan. Skýrar kaflafyrirsagnir
og lýsandi myndefni laðar lesandann
inn í heillandi heim sögunnar. Í fyrsta
kafla; Baksvið og stofnun félags
1890-1913 segir frá aðdraganda að
stofnun félagsins og þeim jarðvegi sem
hugmyndin um stofnun þess spratt úr.
Fjallað er um alþjóðlega strauma og
stefnur og stofnun sambærilegra félaga
á hinum Norðurlöndunum. Áform og
áskoranir einkenna tímabilið 1914-1920.
Námskeiðahald var ofarlega á baugi en
fyrstu námskeiðin voru auglýst vorið
1914. Söguleg atriði á borð við eldgos,
spænsku veikina og fyrri heimsstyrjöld
höfðu áhrif á tímabilið og urðu til þess
að Heimilisiðnaðarfélagið einbeindi
Munstur úr Sjónabók
Ragnheiðar biskupsfrúar
á Hólum frá 17. öld er
saumað í léreft á kápu
auk þess að prýða saurblöð
bókarinnar.
Ljósmynd: Snæfríður Jóhannsdóttir.