Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 43
43HUGUR OG HÖND 2021
í 4. hverri umferð við öll prjónamerkin, auk þess er tekið úr á í 2. hverri umferð
bara við laska á ermum 7 (5, 5, 4, 4) sinnum => 59 (108,128,158,172) L
í 2. hverri umferð við öll prjónamerkin 1 (6, 8, 11, 12) sinnum => 49 (54, 56, 60, 64)
L. (ath. að í síðustu tveimur úrtökum á framstykkjum þarf að prjóna tvær lykkjur
saman alveg við prjónamerkið).
Stuttar umferðir: (sjá aðferð)
1. Umf, prj 3 L sl, færið PM1 og takið úr sem fyrr að PM3, prj 1 L sl, prj 2 L sl
saman, prj 2 L sl, snúið við.
2. Umf, prj br til baka að PM2, prj 4 L br, snúið við.
3. Umf, prj sl og takið úr sem fyrr að PM4, prj 3 L sl og munið að prjóna saman
aukalykkjuna við næstu lykkju þar sem snúið var við.
4. Umf, prj brugðið og munið að prjóna brugðið saman þar sem snúið var við.
Nú eru 39 (44, 46, 50, 54) L á prjóninum
Byrjið neðst á hægra framstykki með lit AB og langan hringprjón nr. 5½ . Takið
upp lykkjur með því að prjóna í brúnina á hverri kantlykkju upp listann, prjónið
síðan slétt yfir lykkjur í hálsmáli og takið upp lykkjur meðfram seinna fram-
stykkinu eins og þið gerðuð á fyrra stykkinu.
Snúið röngunni að ykkur og prjónið stroff *2 L br, 2 L sl* endurtakið *-* þar til 2 L
eru eftir, prj 2 L br. Á sama tíma er aukið út um 1 L í sjöundu hverri lykkju með-
fram listanum að framan með því að prjóna slétt aftan í og framan í lykkjuna (ath
ekki er aukið út yfir lykkjurnar í hálsmáli). Prjónið stroff 10 umf í viðbót.
Fellið af frá réttunni, ekki of fast, svo að listinn herpist ekki.
Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum. Skolið úr peysunni og leggið
til þerris.
Þegar búið er að þvo peysuna er saumað lykkjuspor meðfram listanum bæði
á réttunni og á röngunni með lit AB. Byrjið á miðju á baki á réttunni og saumið
niður báðu megin með grófu lykkjuspori og passið að toga ekki of fast í bandið.
Á röngunni er lykkjusporið saumað með því að grípa í beina sauminn sem
myndaðist þegar saumað var frá réttunni.
LISTI AÐ FRAMAN
FRÁGANGUR
ÚTSAUMUR