Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 47

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 47
47HUGUR OG HÖND 2021 BÁRA GUÐRÚN HANNELE HENTTINEN Það er eitthvað látlaust og fíngert við þetta vettlingapar úr vettlingasamkeppni Halldóru Bjarnadóttur. Líklega hafa þeir unnið til verðlauna eða verið ofarlega á lista hjá Halldóru. Ekki er getið um hver prjónaði. Upprunalegu belgvettlingarnir eru prjónaðir með ljósmórauðu bandi í grunnlit og dökkmórauðu og hvítu í mynsturlit. Stuðlaprjón er á stroffi og breiður mynsturbekkur fyrir neðan þumal. Hefðbundinn íprjónaður þumall með sama mynstri og í greipinni. Bandúrtaka á totu og þumli. Einfalt mynstur og þægilegt að prjóna, en alls ekki einsleitt. Báruvettlingar í vínrauðu. Ljósmynd: Gígja Einarsdóttir.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.