Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 18
18 2021 HUGUR OG HÖND Lokaorðin verða Ólínu sjálfrar. Í upplýs- ingariti sem gefið var út á Hólum í tilefni afhendingar kápunnar segir hún um verk sitt: „Það hefur veitt mér mikla ánægju og […] hefur styrkt hæfni mína og þekkingu í kirkjuútsaumi enda var ég sífellt að bera það saman við sambærileg verk sem til sýnis eru í Englandi og ég hafði aðgang að. [Við vinnslu verksins var ég] í stöðugu sambandi við David Gazeley í Watts & Company í Tufton Street. Þegar David sá verkið sagði hann: Þú hefur þegar saumað þig inn í himnaríki. Ég veit ekki hvort ég hafi saumað mig til himna. Ég lagði allt mitt í þetta verk. Ég vona að það komi til móts við þær væntingar sem við það eru bundnar.“ HEIMILDIR: Ólína Bragadóttur Thoroddsen Weightman, tölvupóstar til greinarhöfundar (haust og vetur 2020-2021). Kórkápa Jóns Arasonar — eftirgerð 2008 [upplýsingarit sem nálgast má í Hóladómkirkju] (e.d.). Kristján Eldjárn (1994). Hundrað ár í Þjóðminja- safni (5. útgáfa). Reykjavík: Mál og menning (frumútgáfa 1962). Matthías Þórðarson (1911). Biskupskápan gamla. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 26, bls. 36-59. Elsa E. Guðjónsson (2003). Íslenskur útsaumur (2. útgáfa, endurskoðuð). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Hemingway, K. (ritstjóri). (2002). Essential Guide to Embroidery. London: Murdoch Books. Opus Anglicanum (2020). Wikipedia. Sótt 26. mars 2021 af https://en.wikipedia.org/wiki/ Opus_Anglicanum Introducing Opus Anglicanum. Victoria & Albert safnið, vefsíða. Sótt 26. mars 2021 af https://www.vam.ac.uk/articles/ about-opus-anglicanum Introduction to English Embroidery. Victoria og Albert safnið, vefsíða. Sótt 26. mars 2021 af http://www.vam.ac.uk/content/articles/i/ english-embroidery-introduction/ ÞAKKIR: Þakkir eru færðar Jóni Aðalsteini Baldvins- syni fyrrv. vígslubiskupi á Hólum, fyrir lán á myndefni úr einkasafni og aðstoð við upplýsingaöflun. Simon Vaughan ljósmyndari veitti góðfúslegt leyfi til notkunar myndefnis af endurgerð kantarakápunnar, www.simonvaughanljosmyndari.com. Þjóðminjasafni og Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara eru þökkuð afnot af myndefni í eigu safnsins. Heather Clark er þakkað leyfi til notkunar myndefnis af síðunni www.decideyouradventure.com. Margréti Árnadóttur, fyrrv. sviðsstjóra á Þjóðminjasafni Íslands, er þökkuð ábending um endurgerð altarisklæðis úr Reykholts- kirkju eldri. Sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslu- biskupi á Hólum, eru þakkaðar upplýsingar um notkun endurgerðar kantarakápu Jóns Arasonar biskups við Hóladómkirkju. Áhugasamir lesendur sem vilja skoða kápuna eru að hennar sögn velkomnir. Nánari upplýsingar veitir kirkjuvörður á opnunartíma kirkju og vígslubiskup utan þess tíma. Mynd 6: Frá Hólahátíð 2008. Frá vinstri: Margrét Sigtryggsdóttir, sr. Jón Aðal- steinn Baldvinsson vígslubiskup, og Ólína Bragadóttir Weightman (úr einkasafni). Mynd 7: Mósaíkmynd eftir Erró af Jóni Arasyni Hólabiskupi á vegg í klukkuturni Hóladómkirkju. Þekkja má kápuna góðu. Ljósmynd: Heather Clark.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.