Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 37
37HUGUR OG HÖND 2021 Ekkert fleira er vitað um beltið sem Sigurlaug bar við fyrri búninginn sinn, en í Sarpi má lesa að búningnum í Glaumbæ fylgir sprotabelti úr silfri sem Sigurður Vigfússon, fornfræðingur og gullsmiður, smíðaði eftir fyrirsögn Sigurðar málara að ósk Ólafs í Ási, ásamt samstæðu koffri (sjá Sarpur.is). Sigurður fornfræðingur starfaði síðar við Forngripasafnið, undanfara Þjóð- minjasafnsins, þar sem nafni hans Sigurður málari var frumkvöðull. Nú vill svo skemmtilega til að belti Ingibjargar er smíðað af sama manni, Sigurði Vigfússyni, en það mun hafa verið í eigu konu á Ísafirði. Og þá er komið að lokum þessarar frásagnar og um leið að upphafinu að búningi Ingibjargar Ágústsdóttur, milluspöng ömmu hennar, Ingibjargar Helgadóttur. Þegar Ingibjörg yngri var lítil fékk hún að handleika og máta spöngina og sú saga fylgdi að Ingibjörgu ömmu hefði alltaf langað að eignast skautbúning. Nú hefur Ingibjörg yngri látið til skarar skríða, skautbúningurinn orðinn til og „spöngin hennar ömmu“ er þar með búin að fá rétta umgjörð og birtist þá með „öllu þessu stássi“. HEIMILDIR: Arndís S. Árnadóttir. Að setja „stýl“ á handverkið: Mótun hugmynda Sigurðar Guðmundssonar. Málar- inn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858–1874. Opna, Reykjavík 2017:226–227. Elsa Ósk Alfreðsdóttir. „Vjer erum allir meir en vjer vitum leiddir af tilfinníngum kvennfólksins“. Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858–1874. Opna, Reykjavík 2017:297–335. Elsa E. Guðjónsson. „Skautbúningur Sigurlaugar í Ási.“ Gersemar og þarfaþing. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1994:118–119. Guðrún Gísladóttir. Um íslenzkan faldbúning með myndum eptir Sigurð málara Guðmundsson. Kaup- mannahöfn 1878. [Endurútg. Þjóðbúningastofan 2006, ásamt „Gulu blöðunum“, með mynstrum Sigurðar málara.] Æsa Sigurðardóttur. 2008. Til gagns og fegurðar. Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík, 2008:44–47. Bréf Ólafs Sigurðssonar í Ási til Sigurðar málara, sjá https://sigurdurmalari.hi.is. Sarpur.is: Skautbúningur Sigurlaugar í Ási á Þjóðminjasafni: Þjms. 7232, 7233, 7234. Sarpur.is: Skautbúningur Sigurlaugar í Ási í Byggða- safni Skagfirðinga í Glaumbæ: BSk-3269/1998-207. Útsaumur á blæju Ingibjargar Ágústsdóttur. Mynstrið er af gamalli blæju sem fylgdi milluspöng Ingibjargar Helgadóttur. Ljósmynd: Binni. Baldering Indu Dan Benjamínsdóttur og belti Sigurðar Vigfússonar á búningi Ingibjargar Ágústsdóttur. Ljósmynd: Binni. 1„Gulu blöðin“ fylgja riti Guðrúnar Gísladóttur (1878) í endurútgáfu Þjóðbúningastofnunnar 2006. Á þeim eru uppdrættir Sigurðar málara af mynstrum á skautbúningstreyjur, samfellur, kyrtla og möttla með lagi Sigurðar. 2 Í bók Æsu Sigurðardóttur er mynd af konu með svarta blæju við skautbúning (2008:45). Nærmynd af blómstursaumuðu Býsansmynstrinu á samfellu Ingibjargar Ágústsdóttur. Ljósmynd: Binni.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.