Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 36
36 HUGUR OG HÖND2021 Nærmynd af blómstursaumuðu Býsansmynstrinu á samfellu Ingibjargar Ágústsdóttur. Ljósmynd: Binni. Milluspöng Ingibjargar Helgadóttur. Ljósmynd: Binni. Sigurlaug notar ekki Býsansmynstur í ætt við blómstursaumsmynstrin á sam- fellunni og möttlinum en tvö slík mynstur á treyjubarm eru í „Gulu blöðunum“, nr. 26 og 27. Mynstrið á treyjubörmunum er ekki samhverft þannig að blóm og lauf standast ekki á neðst á borðunum. Á búningi Ingibjargar eru treyjubarmarnir lagðir með flaueli eins og venja er í balderingu sem hér er unnin af stakri snilld af Indu, með hvítum og gylltum vír. Inda hnikaði líka mynstrinu til svo að hennar útfærsla er samhverf. Engin baldering er á ermunum, eins og seinna varð algengt, aðeins vírstímur efst á flauelinu. Leggingar á baki og ermum á búningi Sigurlaugar eru úr rósofnu flaueli en á búningi Ingibjargar eru sléttir flauels- borðar þar sem rósofnir borðar eru ekki fáanlegir lengur. Á báðum treyjunum eru leggingarnar snúrulagðar. Treyjan er með „gamla sniðinu“, fremur há í hálsinn og krækt saman alla leið að framan þannig að þar glittir ekki í hvítt brjóst. Seinni búningurinn sem Sigurlaug saumaði um 1864 er ekki kræktur saman alla leið og honum fylgir brjóst úr hvítu lérefti með blúndu. Þarna verður breyting á sniðinu á treyjunni á skömmum tíma. Eins og fram kemur í frásögnum af búningi Sigurlaugar þá kom faldurinn tilbúinn frá Sigurði málara í Reykjavík í tæka tíð fyrir brúðkaupið. Þessi faldur er nú glataður en hann virðist hafa verið svipaðrar gerðar og enn tíðkast, ef marka má búninginn í Glaumbæ en þar fylgir faldur og hvít blæja sem Sigurlaug saumaði sjálf. Í brúðkaupinu góða í júní 1860 var blæja Sigurlaugar svört, skv. bréfi Ólafs, en sagnir eru af svörtum blæjum á fyrstu árum búningsins og konur munu hafa fjölmennt með svartar blæjur við útför Sigurðar málara í september 1874. Faldur Ingibjargar er mjög áþekkur faldi Sigurlaugar sem fylgir búningnum í Glaumbæ en blæja Ingibjargar er hvít og ný, ídreginn útsaumur í tjull. Fyrirmyndin er gömul blæja sem fylgdi spöng Ingibjargar sem vikið er að hér á eftir. Kvensilfrið sem fylgir búningi Sigurlaugar á fastasýningunni í Þjóðminjasafninu er ekki það upprunalega og Sigurlaug hefur fengið lánað belti í brúðkaupinu góða, eins og fram kemur í tilvitnun- inni hér í upphafi greinar. Ekki er vitað hvaðan það kom eða hvernig það var en Ólafur leitar til Sigurðar málara um beltispör og segir Sigurlaugu „leiðast mest eftir því“ og sendir honum í því skyni 10 ríkisdali: Annað er það sem eg gét aldrei fengið hér, og líklega aldrei nema með þinni hjálp, það eru vönduð sprotabeltis pör, um stokka belti kæri eg mig ekkert og ekki heldur um koffur; mörgum sylfurs- smiðnum ertu nú kunnugur bæði þarna og ytra; reindu nú að útvega mér þessi pör, og sendi eg þér í því skini 10rd enn það þau kynni að kosta meirra, skal eg borga þér skilvíslega síðar … (Bréf ÓS til SG, 5. sept. 1859) Víðar í bréfum Ólafs til Sigurðar kemur fram að hann hefur verið þeim Sigurlaugu innan handar við ýmsa aðdrætti og koffrið sem Sigurlaug bar virðist líka hafa komið frá honum, e.t.v. að láni: … koffrið er að sönnu dáfallegt, ef það væri nógu gott í því; er það ekki sannar- legt látún? það skulum við hugsa um síðar, enn stjörnu koffur hefði kona mín gaman af að sjá, þó henni þyki óvíst það sé fegra en þetta … (Bréf ÓS til SG, 21. júní 1860) Skautbúningur Sigurlaugar í Ási. Blæja, spöng og belti eru ekki hluti af búningnum eins og hann var 1860. Ljósmynd: Þjóðminjasafnið - Ívar Brynjólfsson. Safnnúmer 7234/1916-173.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.