Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 33
33HUGUR OG HÖND 2021 AÐFERÐ OG ÁHRIF Í VEF „Ég vef gróft og nota lóðréttan stól eða ramma. Oftast vef ég af fingrum fram. Stundum sauma ég í myndirnar eftir á, eða sauma í flóka. Ég veit ekki hvað hefur áhrif á hvað ég vef. Kannski er það Ísland. Man þegar ég óf fjall í skólanum eitt sinn. Þá hló kennarinn og sagði. „Hólmfríði hefur langað að mála mynd.“ En skessurnar mínar, álfkonurnar og gyðjurnar koma úr sögum eða úr hömrunum vestan við fljótið. Ég er alin upp við sögur. Mamma sagði þjóðsögur og ævintýri og svo var ég í kaupavinnu á bæ þar sem stökur og kvæðalög voru sjálfsagt meðlæti með daglegum störf- um og draugasögur sagðar í rökkrinu. Þar lærði ég að yrkja. Ég held upp á hefðir. Ég er hrifin af kvæðahefðinni og gekk í hagyrðingafélag til að æfa vísnagerð. Svo eru það sporin sem kennd voru í farskólanum. Ég gekk í harmonikufélag til að dansa. Sú hefð er bráðlifandi. En það er af vefnum að segja að hann hefur fært mér mikla ánægju og á eftir að gera það — því ég er ekki hætt.“ Refabóndi. Ljósmynd: Hólmfríður Bjartmarsdóttir.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.