Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 5
5HUGUR OG HÖND 2021 storkurinn.is storkurinn@storkurinn.is instagram/storkurinn // facebook/storkurinn Karólína og Lára Magnea hafa báðar gegnt formannsembætti HFÍ, sú fyrrnefnda á árunum 1923-1927 en sú síðarnefnda á árunum 2007-2009. Í sumarbyrjun mun ég láta af störfum sem formaður og framkvæmdastjóri Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Það er með sönnu þakklæti fyrir ánægju- legan tíma sem ég lít stolt yfir farinn veg. Á þessum sex árum hafa verið stigin ýmis framfaraskref, svo sem endurnýjun húsnæðis, endurskipulagning fjármála, opnun nýrrar heimasíðu og útgáfa sögu félagsins. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í þessum verkefnum með öllu því góða fólki sem starfar í stjórn og nefndum. Það er bjargföst sann- færing mín að gott sé fyrir Heimilisiðnaðarfélagið að skipt sé um forystu reglulega en formanns- embættið er bundið við tveggja ára tímabil í senn og að hámarki sex ár. Með því að skipta um forystu er tryggt að ekki verði stöðnun og að áherslur breytist í takt við þörfina hverju sinni. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem ég hef unnið með kærlega fyrir samstarfið og óska nýjum formanni, Kristínu Völu Breiðfjörð, hjartanlega velfarnaðar í starfi sínu á komandi árum. storkurinn.is storkurinn@storkurinn.is instagram/storkurinn // facebook/storkurinn

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.