Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 48
48 HUGUR OG HÖND2021 Meðal kvenstærð. Lengd á stuðlastroffi 6 cm, lengd á belg 23 cm, heildarlengd 29 cm. Breidd mælt þvert yfir handarbak fyrir ofan þumal er 9 cm. Ljósir vettlingar: Pirkkalanka ohut; grunnlitur Millibrúnn 50 g, mynsturlitur A Svarbrúnn 25 g, mynsturlitur B Beinhvítur 25 g. Vínrauðir vettlingar: Rowan Fine Tweed; Grunnlitur Vínrauður 50 g, mynsturlitur A Karrígulur 25 g, mynsturlitur B Fjólubleikur 25 g. Eða annað sambærilegt garn. Sokkaprjónar 2 mm fyrir stroffið, 2,5 mm fyrir belginn og þumalinn. Athugið að prjónastærðin er leiðbeinandi. Mikilvægt er að velja réttan grófleika af prjónum eftir eigin prjónfestu. Garnspotti í öðrum lit og jafanál. 36 lykkjur og 36 umferðir = 10 cm á 2,5 mm prjóna í tvíbandaprjóni. Ef prjónfestan stenst ekki geta vettlingarnir orðið minni eða stærri. Allar umf eru prjónaðar slétt nema annað sé tekið fram. Báðir vettlingarnir eru prjónaðir eftir sömu mynsturteikningu. Mynstrið er lesið frá hægri til vinstri. Umferðin byrjar þumalmegin á vettlingi þannig að lófinn er prjónaður fyrst á hægri vettlingi en handarbakið á vinstri vettlingi. Þumalopið er prjónað í við byrjun umf á hægri vettlingi en við lok umf á vinstri vettlingi. Fitjið upp 62L með fínni prjónunum og grunnlit, tengið í hring og skiptið L á milli prjóna: 16L+16L+16L+14L. Prjónið stuðla 1S+1B, samtals 22 umf eða 6 cm. Í fyrstu umferð mynsturs er aukið út um 4L þannig: 23. umf (útaukning): [16S, auk:1SV] x 3, 14S, auk:1SV = 66L. Skiptið yfir í grófari prjóna og skiptið L á milli prjóna þannig: 16L+17L+16L+17L. Prjónið tvíbandamynstur eftir mynsturteikningu út 52. umf. Í 53. umf er prjónað fyrir þumalopi. Prjónið 2S, prjónið næstu 12L með mislitum spotta (græn lína á mynstur- teikningu). Færið þessar L aftur yfir á vinstri prjón og prjónið þær eftir mynstri. Prjónið út umf eftir mynstri. Prjónið eftir mynstri þar til 14L eru eftir, prjónið með mislitum spotta næstu 12L (rauð lína á mynsturteikningu). Færið þessar 12L aftur yfir á vinstri prjón og prjónið þær eftir mynstri. Prjónið síðustu 2L umf. Prjónið áfram eftir mynstri að úrtöku í 93. umf. STÆRÐ GARN PRJÓNAR ANNAÐ PRJÓNFESTA AÐFERÐ FIT STROFF BELGUR ÞUMALOP HÆGRI VETTLINGUR VINSTRI VETTLINGUR

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.