Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 10
10 HUGUR OG HÖND2021 verið háður. Hann stillti upp steinum sem tákna hvern þann mann sem þátt tók í bardaganum, stillti þeim upp eins og hann sá fyrir sér að þeir hefðu staðið rétt áður en fylkingunum laust saman. Kross er á þeim steinum sem tákna fallna menn. Einnig hafði Sigurður ráðist í það verk að breyta minkahúsi á bænum í fallegan samkomuskála og pláss fyrir safn. Í það safn var ætlunin að listamennirnir ynnu listaverk úr Sturlungu, einkum Þórðar sögu kakala. Listamennirnir sem þátt tóku í verkefninu voru fjórtán frá tíu þjóðlöndum. Þeir eru Anees Maani, myndhöggvari frá Jórdaníu, Anna Lilja Jónsdóttir, myndskeri frá Íslandi, Charles J. Rosenthal, málari frá Bandaríkjunum, Ercan Bilir, myndhöggvari frá Tyrklandi, Eva Hellerová Hodinková, brúðugerðar- listamaður frá Tékklandi, Jacques Vesery, myndhöggvari og prófessor við Harvardháskóla frá Bandaríkjunum, Jérémy Pailler, málari frá Frakklandi, Jón Adólf Steinólfsson, myndhöggvari frá Íslandi, Louise Thomas, málari frá Bretlandi, starfar í Berlín, Nathalie Groeneweg, rennismiður og myndhöggvari frá Frakklandi, Pavel Khatsilouski, myndhöggvari frá Hvíta-Rússlandi, Plácido R. Bonnín, eldsmiður og myndhöggvari frá Spáni, Sigurður Pedersen, tréskeri frá Íslandi og Zilvinas Balkevicius, myndhöggvari og málari frá Litháen, búsettur á Íslandi. Við komuna norður var hópnum forkunnarvel tekið af Sigurði Hansen og fjölskyldu sem dekraði við okkur allan tímann sem verkið tók. Að afloknum morgunverði 26. mars var hópfundur þar sem fólk kynnti sig og rætt var um verkefnið fram undan. Þeir Sigurður Hansen og Jón Adólf, sem jafnframt var list- rænn stjórnandi verksins, höfðu skipt sögu Þórðar kakala í 30 kafla og sent þátttakendum nokkrum mánuðum áður og síðan úthlutað hverjum tveimur köflum, þannig að allir komu vel undirbúnir til leiks. Að loknum fundi var steinalistaverkið skoðað, síðan komu menn sér fyrir til starfa. Grófvinnan fékk aðstöðu í vélageymslu og verkstæði búsins. Útskurður var að mestu unninn í safnplássinu og málararnir komu sér fyrir í skálanum þar sem einnig var hvíldaraðstaða, matast og fundað. Í hópnum myndaðist ótrúleg stemning, samvinna og vinnugleði. Það var lærdómsríkt að sjá hvernig menn nálg- uðust verkin á mismunandi hátt og hvernig samvinna listamannanna gaf verkunum meiri dýpt eins og t.d. málaður bakgrunnur á útskorið verk og eldsmíðuð vopnin í höndum útskorinna stríðsmanna í lágmynd Jóns Adólfs af Haugsnesbardaga. Tæknin var fjölbreytt; Pavel skar stór verk í tré með keðjusög þar sem smæstu atriði eins og auga var skorið með söginni. Ercan skar litla stríðsmenn með smáum tækjum sem minntu á tannlæknatæki og Sigurður Pedersen tálgaði verkin með hníf. Svona hópvinna var mér framandi og skemmtileg reynsla að ræða við Jacques um útfærslu á fæti undir útskorið horn, í framhaldinu smíðaði Plácido fótinn í eldi og Anees töfraði fram fallegan stein til að festa hann í. Smám saman þróuðust verkin og persónur sögunnar urðu ljóslifandi. Þórður kakali birtist í mörgum myndum. Steinvör stökk ákveðin og sterk út úr rammanum í túlkun Zilvinas og Halldóra, móðir Þórðar kakala, gömul og þreytt í túlkun Nathalie. Skjöldur og sverð Jacques, eldsmíðaðir hrafnar Plácido, víkingaskip og 200 stríðsmenn Anees, óhlutbundin og flott verk. Sýn Evu á Örlygsstaða- bardaga er ógleymanleg, skrímsli með fjögur augu og grátandi barn sitjandi ofan á. Málverkin tóku breytingum á hverjum degi, sum stór og kröftug, önnur smágerð og fínleg. Haldinn var fundur um hvernig nálgast ætti lokakaflann og varð útkoman skemmtileg, eldsmíðuð kóróna, renndur kaleikur, Ísland sagað út og þar á fagurlega áritað ljóðið „Kakali í konungsgarði“ eftir Sigurð Hansen. Verkefninu voru ætlaðar þrjár vikur og þótti mér það nokkuð bratt áætlað en allt gekk það upp. Hvern laugardag var opið hús í Kakalaskála í þrjá tíma til að gefa nágrönnum og öðrum áhugasömum kost á að fylgjast með gangi mála. Sunnudagarnir voru frídagar og farið var í skoðunarferðir um nágrennið. Laugardaginn 13. apríl var verkinu að mestu lokið um hádegið. Við tók skemmtilegur dagur og gleði yfir vel unnu verki. Morguninn eftir vaknaði hópurinn snemma og var brunað suður á Bessastaði þar sem lista- mannanna og forsvarsmanna safnsins beið vegleg móttaka forseta Íslands. Þó að verki listamannanna lyki var eftir frágangur á umgjörð verkanna og safnið var opnað formlega 18. ágúst sama ár að viðstöddum forseta Íslands, iðnaðarráðherra og fleiri góðum gestum. Ótrúlega fallegt safn sem vert er að skoða.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.