Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 20

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 20
KINGA ÞÓRIS AUSTMANNS SIGURLAUGUR INGÓLFSSON Í kumlum frá víkingaöld, bæði hér á landi og í Skandinavíu, hafa fundist gripir sem taldir eru hafa verið skrautmunir sem karl- og kvenmenn hafa borið á sér. Í kumlum kvenna finnast t.a.m. oft svo nefndar sörvi- tölur, þ.e. perlufestar, sem konur höfðu í bandi á milli einkennandi bronsnælna. Einnig finnst annars konar skart, s.s. háls- men, hringar og armbaugar. Meðal gripa í Þjóðminjasafni Íslands er hlutur sem kallaður er kinga sem barst á safnið árið 1928. Gripurinn fannst nærri Rangá, við svonefnda Knafahóla.1 Þar greina Land- náma og Njála frá bardaga og samkvæmt Njálu voru þeir sem féllu í bardaganum heygðir þar skammt frá.2 Uppblástur hefur orðið til þess að reglulega finnast á þessum slóðum gripir sem taldir eru hafa tilheyrt mönnunum sem dysjaðir voru á þeim slóðum. Meðal þeirra er hluturinn sem er til umfjöllunar í þessari grein. Kristján Eldjárn notaði hugtakið kinga yfir men sem höfð voru í festi um hálsinn. Hér verður hluturinn því kallaður því nafni. Kingan frá Knafahólum er steypt úr bronsi og ekki ýkja stór, eða 4,2 cm á lengd og er breidd hennar mest 2,1 cm en gripurinn mjókkar að neðanverðu. Á kingunni er lítill hólkur þar sem festin hefur verið þrædd í gegn.3 Á framhlið kingunnar má greina ásjónu, og raunar ekki eina heldur tvær, því ef kingunni er snúið hálfan hring má sjá aðra ásjónu. Í raun mætti því kannski með réttu kalla gripinn vendikingu, til aðgreiningar frá annars konar kingum. Greina má auðveldlega augu sem ásjónurnar tvær deila, sem og skeggtísku. Skreytið á kingunni er af þeirri stílgerð sem er kennd við Borre, samnefndan stað í Vestfold í Noregi þar sem finna má Kinga Þóris Austmanns sem fannst við Knafahóla nærri Rangá árið 1928. Ljósmynd: Þjóminjasafn Íslands - Ívar Brynjólfsson. Safnnúmer 12384/1938-49. 20 2021 HUGUR OG HÖND 1 Kristján Eldjárn; 2016, bls. 382. 2 Íslenzk fornrit I, bls. 356-357 & Íslenzk fornrit XII, bls. 154-156. 3 Kristján Eldjárn; 2016, bls. 382.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.