Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 30
30 HUGUR OG HÖND2021
sem sumar hverjar voru hjá henni árum
saman. Karólína varð ung fyrirvinna
fjölskyldunnar og var þá hið praktíska
sett í forgang. Eiginmaður hennar,
Einar S. Jóhannesson, var henni stoð
og stytta, sá um fjármál og útréttingar,
lagfærði áhöld og tæki og gerði sum
þeirra afkastameiri, útbjó til dæmis
rafdrifinn spólurokk. Þau voru samhent
hjón og samtaka. Hann var menntaður
vélstjóri og var hagur bæði á járn og tré.
Til að auka tekjurnar fór Karólína að vefa
almenna söluvöru, trefla og útsaumsjafa
í mörgum litum fyrir skóla og heimili. Jaf-
inn frá Karólínu var seldur á vefstofunni
en einnig í ýmsum hannyrðaverslunum í
Reykjavík. Þá setti hún saman útsaums-
pakkningar sem nutu mikilla vinsælda.
Karólína fylgdist vel með straumum og
stefnum í hannyrðum. Hún keypti erlend
tímarit, bar gott skynbragð á nýjungar
og hafði næmt auga fyrir samspili lita og
áferðar. Hún valdi munstur, jafa og garn
af smekkvísi og setti saman í pakka, þar
kom hið listræna auga sér vel. Munstrin
sótti hún víða. Flest eiga rætur í erlendum
tímaritum en hún lét einnig teikna fyrir sig
munstur, þeirra þekktast er eflaust Piltur
og stúlka, sem er til í ýmsum útgáfum.
Ragnhildur Briem Ólafsdóttir (1913-1983)
teiknaði grunnmunstrið.
Karólína lagði áherslu á að flétta saman
fagurfræði og nytjagildi. Almenningur
vildi fegra fábrotin heimili og þá var
handavinnan nærtæk. Húsmæður tóku
upp nálina og kepptust við útsauminn
með hljóminn úr Ríkisútvarpinu í bak-
grunni. Púðar og veggteppi ættuð frá
vefstofu Karólínu fegruðu íslensk heimili
um áratugaskeið; krosssaumur, góbelín
og síðan rýja. Karólína fylgdist með
straumum og stefnum jafnt í handverki
sem innanhússhönnun og rýjapúðarnir
hennar voru skýrar táknmyndir nýrra
tíma, flestir algerlega óhlutbundnir,
leikur með línur og litafleti sem féllu vel
að stílhreinum húsgögnum.
SAFNKOSTUR BORGARSÖGUSAFNS
Sýning Borgarsögusafns og Heimilis-
iðnaðarfélags Íslands í Árbæjarsafni
byggir á rannsóknum á munum sem
safnið hefur tekið til varðveislu. Í safninu
er að finna rúmlega 300 muni sem
tengjast Karólínu og vefstofu hennar;
rúmteppi, gluggatjöld, efnisstranga,
fjölda vefnaðarsýnishorna auk útsaums
og útsaumsmunstra. Einnig eru þar hús-
gögn af heimili Karólínu, meðal annars
sófasett og borðstofustólar með áklæði
sem hún óf. Í gagnagrunni íslenskra safna
má sjá flesta þessa muni og eins muni
sem varðveittir eru á öðrum söfnum.
Gagnagrunnurinn er að hluta aðgengi-
legur almenningi á slóðinni sarpur.is.
ARFUR KARÓLÍNU
Karólína Guðmundsdóttir átti stóran
þátt í að endurnýja og þróa handvefnað
hér á landi og það á þeim tíma þegar
vélvæðing sótti á og handverk átti undir
högg að sækja. Hún lagði ætíð mikla
áherslu á gæði og vöruvöndun. Hún var
alþjóðleg í hugsun, óhrædd við að prófa
mismunandi stíla og stefnur, blanda
saman gömlu og nýju, þjóðlegu og fram-
andlegu. Styrkur Karólínu lá í vönduðu
handverki þar sem munstur og litir fléttast
saman á fjölbreyttan hátt. Karólína
Guðmundsdóttir var því vissulega
boðberi nýrra tíma þar sem vandað
handverk gleður augað og prýðir heimilin.
Karólína var einnig frumkvöðull í atvinnu-
sögu Reykjavíkur, kona sem stjórnaði
vefstofu, hafði fólk í vinnu og mótaði
framleiðslu sem þróaðist í takt við
tíðarandann. Karólína Guðmundsdóttir
er því verðugur fulltrúi bæði handverks-
og atvinnusögu okkar Íslendinga.
Með sýningunni í Árbæjarsafni er ljósi
varpað á framlag Karólínu Guðmunds-
dóttur og athygli vakin á fjölbreyttum
safnkosti Borgarsögusafns Reykjavíkur.
Aðstandendur sýningarinnar vonast einnig
til að sýningin verði hvatning til frekari
rannsókna á framlagi Karólínu og annarra
vefara, og alls þess frjóa handverksfólks
fyrr og síðar sem hefur tekið þátt í að
móta mannlíf og menningu hér á landi.
Vefnaðarsýnishorn frá Karólínu, hringavaðmál ofið úr fínu bómullar-
og ullarbandi. Ljósmynd: BSS/Margrét Björk Magnúsdóttir.
Vefnaðarsýnishorn frá Karólínu, ofið úr mjög fínu
bómullarbandi. Ljósmynd: BSS/Margrét Björk Magnúsdóttir.