Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 2021, Blaðsíða 14
14 HUGUR OG HÖND2021 upp fyrir mér heill, nýr heimur.“ Það vita þeir sem séð hafa að hin forna kápa er sannarlega mikilfengleg sýn, prýdd listilega útsaumuðum myndum af helgum konum og körlum í skrautlegri umgjörð. Þótt hún beri merki aldalangrar notkunar er heillandi að ímynda sér hvernig hún gæti eitt sinn hafa litið út. AÐDRAGANDI: „SVO VANTAÐI NÝJAN HÖKUL …“ Ólína og fjölskylda hennar var búsett í Lundúnum í lok tíunda áratugar síðastliðinnar aldar og tilheyrði íslenska kirkjusöfnuðinum þar í borg. Fyrir hann starfaði þá Jón Aðalsteinn Baldvinsson prestur, sem Ólína lýkur lofsorði á og segir hann hafa hvatt söfnuðinn til virkrar þátttöku í safnaðarstarfi. „Þarna var frábær kór sem mætti vel á æfingar, þar voru alls konar nefndir, t.d. 17. júní nefndin, konur bökuðu fyrir messukaffi og svo mætti lengi telja. Svo vantaði nýjan hökul og ég gaf mig fram.“ Sr. Jón hafði áður sýnt úsaumsstarfi Ólínu áhuga og hún segir það hafa verið afar ánægjulegt fyrir sig að takast verkefnið á hendur, enda hafði hún mikinn áhuga á kirkjulegum útsaumi. „Mér finnst kirkju- útsaumur einn fallegasti útsaumur sem ég þekki og […] er gagntekin af honum.“ (rammi B) Segja má að þarna hafi teningunum verið kastað. Ólína saumaði fallegan hökul fyrir söfnuðinn árið 1996 og bætti í framhaldinu tveimur öðrum við. Gera má ráð fyrir að sr. Jón hafi hér áttað sig á því hvers Ólína var megnug. Starfstíma sr. Jóns Aðalsteins í Lundún- um lauk árið 2003 og tók hann við embætti vígslubiskups á Hólum sama ár. Þau hjón, Margrét og Jón, urðu árið eftir fyrir því áfalli að missa dóttur sína aðeins Mynd 2: Hin upprunalega kápa sem kennd er við Jón Arason biskup. Á hægri boðungi sést efst heilög Anna sem ber mynd dóttur sinnar Maríu, þá Barbara með kaleik í hendi og turn fyrir framan sig, og neðst Katrín frá Alexandríu með sverð í hendi og brot úr gaddahjóli framan við sig. Vinstra megin er efstur heilagur Tómas postuli sem ber spjót, þá Híerónímus kirkjufaðir sem heldur á opinni bók og hefur ljón við fætur sér og neðstur heilagur Antóníus einsetumaður með háan, svonefndan egypskan kross í hendi. Ljósmynd: Ívar Brynjólfsson/ Þjóðminjasafn Íslands. Safnnúmer 4401/1897-40. Myndir 3a og 3b: Útsaumsmyndir af boðungum upprunalegu kápunnar. Heilög Barbara (t.v.) og Tómas postuli (t.h.). Glöggt má sjá hve útsaumurinn hefur látið á sjá eftir aldalanga notkun. Ljósmyndir: Ívar Brynjólfsson/ Þjóðminjasafn Íslands.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.