Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 6
6 - Sjómannablaðið Víkingur Víkingur
Árið 1934 keypti Kaupfélag Eyfirð
inga gufuskipið Kongshaug sem
hafði strandað í Siglufirði. Því var síðan
siglt til Noregs til viðgerða en næstu ár
á eftir var það í vöruflutningum fyrir
KEA og nefndist þá Snæfell.
Í mars 1940 sigldi Snæfellið utan til
Gautaborgar að sækja garðajárn. Hinn
4. apríl hélt skipið áfram frá Gautaborg
til Kristianssand þar sem átti að lesta
tunnuefni, borðvið og sement. Hinn 9.
apríl gerðu Þjóðverjar innrás í Noreg en
þá var búið að setja eitthvað af sement-
inu um borð í Snæfellið. Skipið varð hins
vegar fyrir skemmdum í innrásinni og
lauk ekki viðgerð fyrr en 7. maí. Var þá
lestun þess haldið áfram og lokið tveimur
dögum síðar. Daginn eftir, eða 10. maí
1940, hernámu Bretar Ísland.
Um haustið (25. október 1940) birt-
ist í Íslendingi viðtal við stýrimanninn á
Snæfellinu, Guðjón Guðbjörnsson, þar
sem hann greindi frá því hvernig skip-
verjar á Snæfellinu
lentu á milli stríðandi
herja í Noregi. Viðtalið
við Guðjón fer hér á
eftir. Millifyrirsagnir
eru Víkingsins.
Loftárásir
„Þegar Þjóðverjar
gerðu innrásina í
Noreg, lágum við í
Kristianssand, sem
er syðsti bærinn í
Noregi og vorum að
lesta þar tunnustaf. Lá
Snæfellið við bryggju. Um klukkan fjög-
ur þriðjudagsmorguninn 9. apríl vökn-
uðum við við skotdynki utan frá sjónum.
Heyrðum við að skothríðinni var svarað
frá Oddyrövígi, sem er þar rétt utan við
hafnarmynnið. Við snöruðum okkur á
fætur og biðum átekta. Vissum við þegar
að hér var um herskipaárás að ræða.
Skothríðin fór nú vaxandi og færðist
nær. Flugvélar flugu
innyfir og vörpuðu
sprengjum yfir vígið
og höfnina, svo allt
lék á reiðiskjálfi.
Klukkan sjö varð
sprenging í skotfæra-
geymslu Oddyrövígis
og eldblossana og
reykhafið bar við him-
inn. Um sama leyti
taka fallbyssukúlur að
springa allt í kring-
um Snæfell og fer þá
skipshöfnin að hafa
sig í land. Héldu flestir hópinn og kom-
ust á óhultan stað vestan við bæinn. En
ég og 3 aðrir skipverjar urðum nokkru
seinna fyrir, og er við vorum að stíga upp
á bryggjuna lenti kúla í skipinu. Hristist
það og skalf og var líkast eins og verið
væri að brjóta það í spón. Við hlupum
upp í bæinn og gengum þar eftir sundi
milli tveggja gamalla húsa. Lendir þá
sprengja í öðru húsinu og rigndi þak-
flísum og sprengjubrotum í kringum
okkur. Ein sprengjuflís kom í öxl Axels
Björnssonar kyndara, reif frakka hans og
jakka, en særði hann ekki.
Við komumst nú inn í kjallara á 5
hæða vörugeymsluhúsi úr steinsteypu.
Voru nokkrir Norðmenn þar fyrir. Þarna
höfðumst við við til kl. 8, en þá féll skot-
hríðin skyndilega niður. Áræddum við þá
að fara út. En þar var allt á tjá og tundri.
Öll flutninga- og farartæki voru yfirfull af
Snæfellið í sprengjuregni