Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 7
flóttafólki sem leitaði burtu úr bænum, eitthvað út í óvissuna. Íbúar bæjarins voru um 23 þúsund en álitið var að 17 þúsund hefðu flúið bæinn þennan dag. Á götunum varð ekki þverfótað fyrir gler- brotum, þakflísum, spýtnabraki og kúlna- brotum. Það var ömurlegt yfir að líta. Víða kom upp eldur, og var slökkviliðið á þönum allt til kvölds. Margt bæjarbúa hafði látið lífið og fjöldi særst. Annars var tala þeirra aldrei gefin upp. Við fórum nú aftur um borð í skipið. Var þar ófagurt um að litast. Fallbyssukúla hafði hitt skipið aftarlega bakborðsmegin og rifið 4 plötur úr aft- urþilfarinu, öldustokkinn og öldustokks- plötuna og lá partur úr henni uppi á bryggjunni. Göt voru á tveimur bátunum og stjórnklefanum og „kappinn“ yfir aft- urgeymslunni allur beyglaður. Töldum við milli 30 og 40 göt gegnum skipshlið- ina stjórnborðsmegin eftir kúlnaflísar og víða var skipið dalað og rifið eftir þær. Við athuguðum hvort leki hefði komist að skipinu en svo var ekki. Þjóðverjarnir koma Á ellefta tímanum um morguninn komu mörg þýsk herskip og herflutninga- skip inn á höfnina og lögðust að bryggju. Var lið þegar sett á land er dreifði sér í smáhópum um bæinn og gekk landsetn- ingin undra fljótt. Hervörður var settur við allar opin- berar byggingar í bænum samtímis og þýski stríðsfáninn var dreginn að hún á Oddyrövíginu (sem gefist hafði upp eftir fyrirmælum frá Osló að sagt var), á ráð- húsinu og víðar. Við skipstjóri fórum nú upp í bæinn til að hitta skipamiðlarann en hann fannst ekki. Hafði flúið úr bænum eins og fleiri. Þá fórum við heim til ræðismannsins en fengum ekki að hitta hann. Var hervörður við hús hans og sagði hann okkur að koma kl. 4 sama dag. Það gjörðum við. Erindi okkar var að fá leyfi til að senda skeyti heim til útgerð- arfélagsins og flytja skipið út úr höfninni en Þjóðverjar synj- uðu um hvort tveggja að svo stöddu. Tvívegis um kvöldið var gefið merki um loftárásarhættu en engum sprengj- um var varpað á bæinn. Hafði sést til nokkurra enskra flugvéla og var skotið á þær. 12. apríl gerðu tólf enskar flug- vélar sprengjuárás á höfnina og bæinn. Lentu flestar sprengjurnar í höfninni og gerðu ekki mikið tjón. Þann dag tókst okkur loks að fá leyfi til að senda skeytið heim og litlu síðar leyfi til að láta gera við skipið. Var farið með það í þurrkví skammt frá bænum og gert við skemmdirnar. Þegar viðgerðinni var lokið fengum við leyfi til að halda áfram að lesta skipið og voru horfur á að við mundum innan skamms komast heim með farminn. 10. maí erum við búnir að fylla lest- arnar. En þá var okkur sagt að eigi þýði neitt að halda áfram. Bretar hafi hertekið Ísland og fararleyfi munum við því ekki fá fyrir skipið. Vilhjálmur Finsen var okkar önnur hönd við að útvega heimfararleyfi en þegar það fékkst ekki lengur þá reyndum við að fá leyfi til að fara til Svíþjóðar. Það leyfi fengum við loks 24. júní. Sigldum við þá til Lysekil í Svíþjóð en það er smábær skammt frá Gautaborg. Komum við þangað 25. júní og vorum þar til 1. október en þá fórum við til Stokkhólms og slógumst í för með öðrum löndum vorum er fengið höfðu heimfararleyfi frá Norðurlöndum.“ Niðurlag Því er við þetta að bæta að skipverjar Snæfellsins voru í stóra Íslendingahópnum sem kom heim með Esjunni í október 1940. Farþegarnir voru alls 258 sem allir voru að flýja stríðs- átökin í Skandinavíu. Að vísu varð skip- stjórinn, Gísli Eyland, eftir í Svíþjóð til að hafa eftirlit með Snæfellinu. Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 7 Snæfellið á Pollinum á Akureyri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.