Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 12
12 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ var munurinn á þeim og fyrirstríðs tog- urunum. Og þá er það að við kyndararnir förum úr erfiðasta verkinu á togurunum í það léttasta, að líta eftir olíunni, hitanum á henni og að stilla þrýstinginn rétt; stilla ventlana, hreinsa spíssana. Væri hitinn á svartolíunni réttur og þrýstingurinn, þá eyddi hann minnstu, og það besta fékkst út úr olíunni. Þessi svartolía, sem við tókum, þurfti svona 60 til 68 stiga hita. Við stofuhita var hún eins og tjara. Þetta áttum við að passa. Hvernig voru samskipti kyndara við vél- stjóra og stýrimenn, skipstjóra? Vélstjórarnir voru náttúrulega í sér flokki. Þetta voru það miklir menn, sko, þó eitthvað væri það farið að breytast á stríðsárunum. Ég man að í fyrsta skipt- ið sem ég fór til Eimskips, það var árið 1936, var ég í afleysingum á Selfossi (sem áður hét Villemoes). Þá er Hafliði Hafliðason annar vélstjóri, og þetta var bara sumar í afleysingum. Þá var ösku- rennan, sem kallað var, eitthvað óklár og við að koma til Akureyrar og áttum að vera búnir að kippa henni inn, sko, að öllu jöfnu, áður en við komum í höfn. Þetta var eiginlega segldúkur niður með síðunni. Og þarna erum við að basla við þetta og ég segi: „Þú, þú“, við Hafliða sem er með okkur í þessu. Þá segir kyndarinn við mig: „Djöfull ertu kaldur maður að þúa annan vélstjóra.“ Þá kunni ég ekki mannasiðina hjá Eimskip. Ég átti að þéra Hafliða. En Hafliði sagði ekkert við þessu, ég tók ekki eftir neinu hjá honum. Það var bara kyndaranum sem brá, hann kunni mannasiðina og var móðgaður yfir þessu og fór að tala um það um kvöldið í mat- artímanum hvað ég hefði verið kaldur! Grammófónninn skal í land Kyndarar fóru ekki í skóla en vélstjór- ar fóru í skóla, langan skóla. Þeir voru 4 ár í smiðju og 3 ár í vélstjóraskóla, eða 7 ár samanlagt. Til þess að komast í Stýrimannaskólann þurftu menn að vera 21 árs og hafa verið minnst 24 mánuði á sjó. Fiskimannaprófið var einn og hálfur vetur og gaf 300 tonna réttindi. Svo þurft- ir þú að bæta einu ári við til þess að taka meira farmannaprófið. Það gaf full rétt- indi á hvaða skip sem var, engin takmörk. Þeir byrjuðu sem þriðji stýrimaður og svo urðu þeir bara að vinna sig upp. Eimskip hafði það „princip“ til fyrirmyndar öllum öðrum, að menn gengu upp eftir starfs- aldri. Gengið var á röðina nema ef borist hafði kæra um óreglu eða eitthvað þess háttar. Pétur Björnsson var lengi skipstjóri á Goðafossi eða þangað til Sigurður Gíslason tók við 1942. Pétur var ekki farinn þegar ég kom á skipið og hann var strangur með hlutina. Sem dæmi um það þá vorum við eitt sinn í New York, og þótt þetta væri á stríðsárunum sváfu menn enn frammi í lúkarnum en vegna árekstrarhættu við tundurdufl var það ekki leyft seinna í stríðinu. Einn kynd- arinn hafði fengið leyfi til þess að hafa útvarpsgrammófón, sem hann hafði keypt, aftur á öðru plássi. Þar var fullt af herbergjum en allir farþegarnir voru aftur á fyrsta plássi. Þegar Pétur Björnsson, skipstjóri, heyrði þetta ætlar hann að láta henda grammófóninum í land, enda þótt annað plássið væri tómt. Það vildi verða svolítið vesen og töf þegar verið var að fara, gæta þurfti þess að enginn gleymdist og að allir væru með rétta pappíra og slíkt. Pétur Björnsson skipstjóri. Goðafoss (II) við bryggju á Akureyri. Myndin er tekin á 4. áratugi síðustu aldar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.