Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Qupperneq 14
14 - Sjómannablaðið Víkingur
– var sko templari, þetta fékk hann á sig í
dagbókina. Óskar varð löngu seinna skip-
stjóri hjá Eimskip.
Yfirvélstjórinn var eiginlega farþegi.
Hann tók bara eina vakt, hálftíma, á milli
sex og hálfsjö á kvöldin. Þá var hann á
vaktinni á meðan að hinn var uppi að
éta. Annar og þriðji vélstjóri gengu fullar
vaktir. Þeir voru að passa vélina í 4 tíma
og sváfu í 8 tíma. Það var alveg sami
vinnutími og hjá okkur kyndurunum en
vinnan var sko öðruvísi. Þegar kolakynd-
ingin var þá var hún alveg yfirgengileg
stundum. Það fór eftir veðri. Ef það var
ágætur mótvindur hafði maður það rólegt
en ef vindurinn var á eftir var eiginlega
enginn trekkur niður á fírplássið og þá
gat þetta verið erfitt. Þá var erfiðast hjá
kyndaranum að „halda undir dampi“ eða
„halda uppi damp.“ En það var keppikefli
okkar kyndaranna að fá viðurkenningu
fyrir að við „héldum dampi.“
Þá varð ég illur
Einu sinni erum við að koma frá
Ameríku og tökum kol í Halifax. Þá var
kolakyndingin í algleymingi. Og þannig
fer að ég ræð ekkert við dampinn, ég
þurfti að marghreinsa fírana, kolin voru
svo slæm. Þau söfnuðu mikilli ösku.
Þegar ég kem á næstu vakt er búið að
segja að það þurfi tvo á vakt til þess að
bjarga þessu. En Hafliði úrskurðaði mig
einan á vaktina en svokallaður dagmað-
ur í vélinni eða aðstoðarvélstjóri var
settur á vakt með hinum. Það þótti mér
helvíti hart, verð nú að segja það. Hafliði
Jónsson var fyrsti meistari og réði. Og
hann segir, þegar ég kem á vaktina, að
hann hafi sett tvo á vaktina á undan en
hann treysti mér til þess að bjarga þessu
einn. Og þá segi ég svona. „Ja, það er
nú helvíti mikið því það er kannski ekki
hægt að halda dampi af einum manni.“
Hann svarar að ef ég ekki geti það þá
geti það enginn „og ég hef ekki fleiri
menn til þess að skipa á vaktirnar.“
Af því að þetta var farþegaskip mátti
ekki láta „blása af“ eins og kallað var. Þá
var of mikill dampur. Og ég lék mér nú
að því, þegar ég var búinn að vera svona
klukkutíma á vaktinni, að láta „blása
af“. Þetta mátti ekki á farþegaskipi, það
skapaði hávaða. En ég lék mér að þessu
allan tímann heim. Og Hafliði nefndi
þetta aldrei við mig, hann skammaði mig
ekki fyrir það. Undir eðlilegum kring-
umstæðum hefði Hafliði skammað mig
eins og hund fyrir þetta, að „blása af“ á
farþegaskipi. En þegar við komum heim,
sagði Hafliði: „Þú ert mesti þverhaus, sem
ég hef nokkru sinni þekkt, að láta blása
af og mega ekki gera það.“
Ég var að sýna honum að þetta væri
eins manns verk. En þetta var tveggja
manna verk en ég bara þrælaðist á því
eins og ég gat. Ég hafði engan lempara.
Hinir höfðu það ekki heldur en þeir voru
Í fglda
Og þarna fylgist Pétur með og er harð-
ur á því að grammófóninum verði skipað
í land. En þá liggur Katlan hinum megin
við bryggjuna, þar sem við erum, og þar
er Bjarni Pálmason, skipstjóri á Kötlunni,
á bryggjunni – hann var með staurfót og
kallaður Bjarni halti.
Bjarni segir nú: „Látið grammófóninn
bara koma, ég skal taka hann heim.“
Radíógrammófóninum var hent í land
og Bjarni fékk mannskap hjá sér til þess
að taka hann yfir í Kötlu. Svona voru
skipstjórar yfir alla hafnir og kannski
sumir undir niðri hræddir um smygl.
„Haldið dampi“
Svo var það Óskar Ágúst Sigurgeirsson.
Hann var þriðji stýrimaður á Goðafossi. Á
Siglufirði var karl sem verkaði hákarl og
Óskar hafði haft kynni af honum í mörg
ár og gefið honum brennivín þegar hann
kom til Siglufjarðar. Í staðinn gaf karl-
inn Óskari hákarl og svo urðu þeir fullir
á eftir.
Einu sinni erum við að fara frá
Siglufirði og Óskar á vaktina og er rall-
hálfur. Þá segir Pétur Björnsson, skip-
stjóri, við Óskar að hann hafi skrifað í
dagbókina að stýrimaðurinn á vakt sé
fullur.
„Jæja, gerðirðu það,“ segir Óskar og
hverfur frá í nokkra stund. Þetta var áfall
fyrir stýrimanninn. Svo kemur Óskar
svolítið seinna og segir við Pétur.
„Heyrðu, ég skrifaði í dagbókina, að
skipstjórinn væri ófullur í dag.“
Og Pétur, sem aldrei smakkaði vín,
tveir, yfirkyndarinn Randver Hallsson og
dagmaðurinn líka.
„Ég gat ekki skipt þessu öðru vísi,“
sagði Hafliði, „og þú varst líklegastur til
þess að geta haldið þessu.“
Og ég varð svo illur að í hvert skipti,
sem ég tók við vaktinni, lét ég „blása af“,
bara af illsku. Því gat ég stjórnað sjálfur
með því að þræla meira. Það var örygg-
isventill, sem hleypti gufunni út þegar
hún var komin yfir visst mark, eitthvað
yfir 200 pund á tommuna.
Betra ef svolítil velta
Oftast var þetta mokstur allan tím-
ann. Fyrstu tvo sólarhringana var þetta
ágætt, kolin hrundu niður á fírplássið, og
maður þurfti bara að moka þeim þaðan.
Eftir það þurfti að moka þeim fyrst út á
fírplássið og síðan inn á katlana, inn á fír-
inn. Og þá kom erfiðið. Manni þótti voða
gott ef það var svolítið slæmt í sjóinn,
svolítil velta, þá hrundu kolin frekar fram
á fírplássið. Maður varð ekki sótugur
nema þegar fara þurfti í varaboxin, síðu-
boxin, en þess þurfti ekki oft. En þegar
þau voru opnuð þá var það bara eitt sót.
Maður fór inn með lukt og hún týndist
í mekkinum. Þá varð maður að moka í
myrkri, en það var örsjaldan sem þess
þurfti. Hliðarboxin voru aðeins notuð í
neyð. Kolin þar voru þurr, höfðu verið
þarna í marga túra.
Það kom fyrir á gömlu togurunum að
vélstjórarnir hjálpuðu okkur þegar við
þurftum að hífa upp ösku. Þá mokuðu
vélstjórarnir oft í dósirnar. Á Goðafossi
hjálpuðu vélstjórarnir okkur aldrei. Þeim
datt það ekki í hug. Þeir voru fyrir ofan
alla almenna vinnu. Vélstjórar voru í úni-
formum og settu alltaf húfuna upp þegar
þeir fóru upp á dekk. Kyndarar höfðu
ekkert úniform. Við höfðum ekkert nema
Bjarni Hermann Pálmason skipstjóri.
Óskar Ágúst Sigurgeirsson, 3. stýrimaður á
Goðafossi og seinna skipstjóri.