Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 15
skítagallann og enga húfu. Ekki yfirkynd-
arinn heldur.
Ég var yfirkyndari í eitt ár, eða svo, á
Goðafossi og ég hafði ekkert fram yfir
hina nema að ég þurfti að vakna klukkan
5 á morgnana úti í löndum til þess að
spilin væru í lagi, og það var kallað yfir-
kyndari. Hafði svolítið meira kaup en
aðrir. Og ég get sagt það óhikað, þótt þeir
séu dauðir núna sem höfðu með þetta að
gera, að ég stóð mig betur en allir aðrir
á Goðafossi. Hafliði Jónsson kom eitt
sinn um nótt til vaktmannsins og spurði
hann hvernig ég hefði verið þegar ég kom
um borð. Vaktmaðurinn sagði það og þá
sagði Hafliði. „Ja, það er alveg sérstakur
maður, Stefán, hvað hann er pössunar-
samur uppá það sem hann á að gera.“
Þetta var Hafliði Jónsson. Hann hafði
sérstakt álit á mér. Ég gat opnað fyrir guf-
una fyrir gufuspilin klukkan átta á full-
um dampi. Það brást aldrei á Goðafossi.
Hafliði virti það við mig. Við áttum
ákveðna verslunarfrídaga, og hann sagði
við mig: „Þú skalt taka eins marga versl-
unardaga og þú vilt,“ – eiginlega áttum
við aðeins rétt á einum. Þetta var í New
York. Við stoppuðum þar í viku. Ég hafði
stundað mitt starf fullkomlega eins og
hann vildi að væri starfað. Hann var sér-
staklega góður karl.
Þú sigldir með Jónasi Böðvarssyni, skip-
stjóra.
Jónas Böðvarsson var skipstjóri á nýja
Goðafossi (III) þegar ég var á honum en
ég var búinn að vera með honum svolít-
inn tíma, líka á gamla Goðafossi. Þá
var Jónas þar fyrsti stýrimaður en Pétur
Björnsson skipstjórinn.
Jónas var harðjaxl og mjög lítið fyrir
kurteisissiði en krafðist þess þó að allt
væri í röð og reglu og menn á sínum
stað, nákvæmur með svoleiðis. Rafvirki,
nýbyrjaður á skipinu, var að virða fyrir
sér útsýnið við innsiglinguna í New York
og laut yfir lunninguna, borðstokkinn, og
dáðist að Manhattan. Skipið var að leggja
að Pier 20 og þetta var í fyrsta sinn sem
hann hafði komið til Ameríku. Jónas,
skipstjóri, átti þá leið framhjá og hreytti
út úr sér: „Ert þú einn af farþegunum
hérna um borð?“
Þetta hraut út úr honum, gat ekki að
því gert, svo baðst hann bara afsökunar á
eftir, sjálfur skipstjórinn.
Einu sinni var Jónas klagaður svo að
við vissum. Hjúkrunarkona var að koma
með okkur frá Ameríku og það þurfti
að sprauta einn hásetann reglulega við
einhverju í nokkurn tíma, gefa honum
sprautukúr. Jónas, þá fyrsti stýrimaður,
átti að gera það á leiðinni en hjúkr-
unarkonan tók það að sér. Svo erum
við komnir miðja leið til Íslands og þá
kemur hún til Jónasar og segir honum, að
hún sé búin að gefa sprautukúrinn eins
og ætlast var til. Hún hélt að hann yrði
ánægður með að heyra þetta, að þessum
sprautum væri lokið. En þá segir Jónas:
„Já, það er gott, þá getur hann farið að
sprauta yður líka.“
Hjúkrunarkonan móðgaðist svo mikið
að hún borðaði ekki með Jónasi það sem
eftir var af túrnum og það varð að færa
henni upp á herbergi. Og svo klagaði hún
hann þegar hún kom heim. Hann hafði
víst verið klagaður áður.
Ég veit ekki hvað þeir sögðu hjá
Eimskip en hann fékk ekki plássið á
Gullfossi. Skipstjórastaðan á Gullfossi
útheimti að maðurinn væri mikið prúð-
menni, mjög kurteis við matarborðið, og
góður skipstjóri. Jónas var mjög góður
skipstjóri en óneitanlega blátt áfram
í framkomu og orðavali. Skipstjóri á
Gullfossi, nei, farþegarnir hefðu hætt að
borða á fyrsta plássi og látið færa sér upp
á herbergi. Þá fóru eiginlega allir með
Gullfossi til útlanda.
Gamla Selfoss þekktirðu líka.
Gamli Selfoss var gamaldags skip; við
kyndararnir sváfum allir í sama klefanum
en hásetarnir voru hinum megin, allir
aftur á, það var enginn lúkar á honum.
Yfirmennirnir voru uppi á dekki. Selfoss
þessi var smíðaður 1914 í Noregi. Hann
var gott skip og ekki lítið skip í þá daga,
tæplega 800 tonn. En hann gekk ekki
nema 9 mílur í logni og ef það var hvasst
á móti gekk hann ekki neitt. Ég leysti af
á Selfossi sumarið 1936. Þá vorum við í
strandsiglingum og Evrópuflutningum;
sigldum til Hollands, Belgíu og Englands.
Skipstjórinn var Ásgeir Jónasson. Hann
var seinna með Fjallfoss sem hét Edda
áður. Eimskip var með flutningana á
stríðsárunum því að Sameinaða gufu-
skipafélagið sást ekki.
Dronning Alexandrine gekk ekki á
meðan Danmörk var hertekin. Gullfoss
lokaðist einnig inni í Kaupmannahöfn
árið 1940. Sigurður Pétursson, skip-
stjóri, og Haraldur Sigurðsson, fyrsti
meistari, voru alltaf með gamla Gullfoss,
og það liðu víst akkúrat 25 ár frá því
að þeir sóttu hann árið 1915 og þang-
að til að þeir skiluðu honum aftur til
Kaupmannahafnar, á sama stað og þeir
höfðu sótt hann.
Framhald í næsta blaði.
Jónas Böðvarsson skipstjóri.
Gamli Selfoss.
Sjómannablaðið Víkingur - 15