Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 16
Þá er henni lokið Ljósmyndakeppni Sjó- mannablaðsins Víkings og úrslit liggja fyrir. Níu ljósmyndarar sendu inn tæplega eitt hundrað ljósmyndir svo það var sannarlega úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. En að lokum varð niðurstaðan nefndarinnar þessi: 1. sæti: Guðmundur Birkir Agnarsson með myndina Landfastur. Guðmundur Birkir er yfirstýrimaður á skólaskipinu Sæbjörgu. 2. sæti: Guðmundur St. Valdimarsson og myndin Landvar. Guðmundur St. er bátsmaður á varðskipinu Ægi. 3. sæti: Þorgeir Baldursson með Vatnaveröld. Þorgeir er háseti á Sólbaki. Þá voru valdar 12 myndir til viðbótar sem fara, ásamt þessum þremur, í útrás og taka þátt í Norðurlandaljósmyndakeppni sjómanna en hún verður að þessu sinni haldin í Svíþjóð og birtast úrslit hennar í 1. tölublaði næsta árs. Um leið og við kíkjum á verðlaunamyndirnar vill Víkingur þakka öllum þeim góðu mönnum er sendu inn ljósmyndir og eindregið hvetja þá og aðra til að munda myndavélina sem oft- ast á árinu sem fer í hönd. Sjáumst í næstu Ljósmyndakeppni sjómanna. Nefndin 16 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Ljósmyndakeppni Víkings 2008 Dómnefndin, frá vinstri, Hilmar Snorrason, Jón Svavarsson, Árni Bjarnason og Jón Hjaltason. Ljósmynd: Jón Svavarsson 1. sæti: Guðmundur Birkir Agnarsson með myndina Landfastur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.