Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 28
spurði hana álits. Gunnhildur svarar
að henni þyki maðurinn bjóða hina
mestu sæmd auk þess sem hann væri
bæði framagjarn og forvitinn. Konungur
tók við Hrúti og sagði honum að koma
aftur að hálfum mánuði liðnum. Þangað
til skyldi hann búa hjá móður sinni,
Gunnhildi.
Hrútur hélt síðan heim með
Gunnhildi. Er þangað kom sagði
Gunnhildur að hann skildi liggja á lofti
með sér þá nóttina. Þau tvö saman.
Hrútur sagði hana ráða því. Síðan gengu
þau til svefns og læsti Gunnhildur loft-
inu. Og þannig var það þennan hálfa
mánuð að Gunnhildur og Hrútur lágu
saman hverja nótt en settust að drykkju
á daginn. Er kom að því að Hrútur skildi
aftur á konungsfund ræddi Gunnhildur
við þá menn er þar voru og sagði þeim
að hún myndi láta drepa hvern þann
mann er segði frá högum hennar og
Hrúts. Hrútur þakkaði henni velgjörn-
inginn og mynntist við hana áður en
hann gekk í braut.
Nú er frá því að segja að Hrútur hittir
konung sem segist munu láta hann fá
arfinn eftirsótta. Um vorið er Hrútur ætl-
aði að finna Sóta og krefja hann um það
sem honum bar frétti hann að Sóti var
stunginn af til Danmerkur með erfðina.
Gunnhildur býður Hrúti að hann fái tvö
langskip af sér skipað hraustum mönn-
um er Úlfur óþvegin fór fyrir. Konungur
vildi einnig styrkja Hrút til fararinnar og
gaf honum önnur tvö skip og sagði hann
ekki veita af liðstyrknum. Hann gekk
síðan með Hrúti stil skips og bað hann
vel að fara.
Sjóorrusta á Eyrarsundi
Hrútur siglir nú út Óslóarfjörðinn
og út á Kattegatið. Er hann kom
á Eyrarsund sá hann að átta skip
voru framundan. Þar var á ferð Atli
Arnviðarson, mikill hermaður, er átt
hafði í erjum við Hákon Aðalsteinsfóstra
fyrrum kóng í Noregi og bróður
Haraldar. Þótt við ofurefli væri að etja
ákvað Hrútur að sigla áfram og sjá hvað
verða vildi. Hrútur sagði að sitt skip
skildi fara fyrst. Því mótmælti Úlfur
óþveginn og sagðist aldrei hafa haft aðra
að skildi fyrir sig.
Nú renna fram skipin og Atli kallar til
Hrúts að hann hafi lengi átt í útistöðum
við Noregskonunga og jafnan haft betur.
Hrútur svarar og segir það hans ógæfu að
hafa hitt sig fyrir núna. Tekst nú sjóorr-
usta mikil milli Hrúts manna og Atla.
Úlfur óþvegin stóð undir væntingum og
gekk vel fram. Ásólfur hét stafnbúi Atla.
Sá hljóp á skip Hrúts og varð fjórum
mönnum að bana áður en Hrútur varð var
við. Snéri hann þá þegar á móti honum.
Ásólfur hjó högg mikið í skjöld Hrúts og
gekk það í gegnum skjöldinn. Hrútur hjó
til Ásólfs og varð það banahögg. Þetta sá
Úlfur og sagði Hrút höggva stórt enda ætti
hann Gunnhildi mikið að þakka. Hrútur
svaraði og sagði hann mæla feigum
munni er hann þetta sagði.
Nú sér Atli beran vopnastað á Úlfi og
skaut spjóti sínu í gegnum hann. Síðan
hleypur hann á skip Hrúts og tekst mik-
ill bardagi með þeim Hrúti. Atli hjó í
skjöld Hrúts og klauf hann í tvennt. Þá
fékk hann stein í hendina og féll niður
sverðið. Hrútur hjó þá undan Atla fótinn
áður en hann veitti honum banasárið.
Hrútur tók silfur mikið eftir orrustuna
og annað verðmætt fé. Einnig tók hann
tvö bestu skip Atla og hafði með sér.
Hann leysti þræla Atla til sín og bauð
þeim mönnum er sér vildu fylgja með sér
að vera en aðra drap hann.
Sóta hafði borist frétt um að Hrútur
væri á hæla honum. Meðan á sjóorr-
ustunni stóð sigldi hann skipi sínu hjá
og hélt aftur til Noregs. Er þangað kom
hitti hann menn Gunnhildar og sagði að
hann ætlaði að vera í þrjá daga í Noregi
áður en hann sigldi til Englands og kæmi
aldrei aftur til Noregs. Er orð hans bár-
ust Gunnhildi sendi hún þegar Guðröð
son sinn til að finna Sóta og drepa hann.
Hann tók síðan allt féð og færði móður
sinni.
Hrútur hélt för sinni áfram. Hann
kom til Danmerkur þar sem menn hans
rændu og rupluðu og drápu hvern þann
er sýndi þeim mótstöðu. Þar tóku þeir
mikið fé. Þannig gekk sumarið að Hrútur
tók kaupskip herskildi og tók þannig
fé mikið. Einnig barðist hann við aðra
víkinga og hafði gjarnan sigur. Er haust-
aði hélt Hrútur aftur til Noregs. Hann
hafði aflað sér of fjár og var stórauðugur
maður er hann gekk á konungs fund.
Konungur fagnaði Hrúti vel og bauð
honum að vera með sér um veturinn
og hafa það er hann vildi en konung-
ur tók þó þriðjung herfangs Hrúts.
Gunnhildur sagði Hrúti að hún hafi
tekið arfinn af Sóta en síðan látið drepa
hann. Hann þakkaði henni og gaf henni
allt að hálfu við sig.
Hrútur vill til Íslands
Er voraði varð Hrútur hljóður og svo
rammt kvað að, að Gunnhildur spurði
hvort hann væri hugsjúkur. Hann sagðist
vilja til Íslands. Hún spurði hvort hann
ætti konu þar. Hann kvað svo ekki vera
en Gunnhildur sagðist hafa heyrt annað.
Hrútur gekk síðan fyrir konung og
bað um orlof til að sigla til Íslands.
Konungur var tregur til en fyrir orð
Gunnhildar veitti konungur honum far-
arleyfi. Þrátt fyrir að illa áraði í Noregi
á þessum tíma gaf konungur Hrúti svo
mikið mjöl sem hann vildi. Er Hann var
ferðbúinn gekk hann fyrir konung og
Gunnhildi og kvaddi þau. Gunnhildur
tók hann á einmæli og gaf honum for-
láta gullhring. Hrútur þakkaði henni en
hún tók höndum um háls hans og kyssti
hann. Hún sagði við Hrút að hún hefði
svo mikið vald yfir honum að hún myndi
leggja það á hann að hann myndi engri
munúð koma fram við þá konu er beið
hans á Íslandi. En hann gæti komið fram
vilja sínum við hverja aðra konu sem
hann vildi.
Hrútur gekk þegar til skips og hélt til
hafs. Hann fékk góðan byr og tók land í
Borgarfirði. Hann hélt heim á Hrútsstaði
áður en hann hélt för sinni áfram að
Höskuldsstöðum. Höskuldur fagnaði
honum vel og Hrútur sagði frá öllum
sínum ferðum. Síðan ákveða þeir bræður
að senda Merði gígju boð um að gera
klárt fyrir brúðkaupið og boðið.
Eftir sex vikna dvöl á Hrútsstöðum
héldu þeir bræður, Hrútur og Höskuldur,
við sex tugi manna, austur á Rangárvelli
til brúðkaups Hrúts. Þar var fjöldi
manna að veislunni, meðal annars frændi
brúðarinnar Gunnar Hámundarson frá
Hlíðarenda. Fólk fagnaði Hrúti vel og
gladdist en brúðurin virtist döpur þar sem
hún sat á palli með öðrum konum. Að
veislunni lokinni tók Hrútur Unni með
sér vestur á Hrútsstaði þar sem hann veitti
henni öll völd í hendur innanstokks.
Ekki urðu samfarir Hrúts og Unnar
farsælar. Unnur undi sér illa að
Hrútsstöðum og þannig fór að hún skildi
við Hrút og hélt aftur heim til föður
síns og sat hún ógift í föðurgarði nokkra
stund.
28 - Sjómannablaðið Víkingur
Víkingarnir fóru um allt norðurhvel jarðar og
inn á Miðjarðarhafið en strikin á kortinu sýna
siglingaleiðir þeirra. Það mætti jafnvel bæta við
línu meðfram allri austurströnd Ameríku, suður
til Mexíkó. Eða hver var hinn rauðhærði guð
Asteka sem þeir óttuðust svo mjög en hafði horfið
frá þeim með þeim orðum að hann ætti eftir að
koma aftur?