Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Síða 38
38 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Matís ohf. opnaði nýlega líftæknismiðju fyrirtækisins í Verinu á Sauðárkróki en þar er fyrirtækið í góðri sambúð með Háskólanum á Hólum. Líftæknismiðjan gegnir lykilhlutverki fyrir Matís og með opnuninni er stefnan sett á að íslensk líftækni verði í fararbroddi á sviði líftækni og lífvirkra afurða í Norður­Evrópu innan fimm ára. Líftæknismiðjan skapar rannsóknaraðstöðu með tilheyrandi vinnsluaðstöðu þar sem vís- indamenn og frumkvöðlar í líftækni geta þróað vörur sínar og vinnsluferla í samvinnu við Matís. Það þarf ekki að koma á óvart að Matís opni þessa smiðju í Skagafirði enda er mat- arkista Skagfirðinga alþekkt en þar vex hún og dafnar í skjóli öflugs og fjölbreytilegs mat- vælaiðnaðar. Líftæknismiðjan er opin öllum landsmönnum og þar geta einstaklingar og fyrirtæki fengið aðstöðu til skemmri tíma til að framleiða afurðir. Smiðjunni er ætlað að vera nokkurs konar klakstöð nýrra sprotafyrirtækja í líftækni og mikilvægur þáttur í að stytta ferlið frá hugmynd til markaðar. Á rannsóknastofunni verður fyrst í stað lögð áhersla á mælingar á lífvirkum eiginleikum efnisþátta íslenskra matvæla og í vinnslusal er unnið að því að koma hugmyndum sem virka vel á rannsóknastofu í framkvæmd með meira magni en því sem rúmast í tilraunaglösum; færa hugmyndirnar sem þá eru aðferðir nær matvælaiðnaðinum. Matís hyggst efla enn frekar hið góða sam- starf sem fyrirtækið hefur átt við fyrirtæki í matvælaiðnaði í Skagafirði og Háskólann á Hólum, því með slíka samstarfsaðila í heima- héraði er Matís vel í sveit sett. Arnljótur B. Bergsson MATÍS í Verinu á Sauðárkróki Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs­ og landbúnaðar­ ráðherra klippa á borðann Frá opnuninni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.