Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Page 41
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 41 Þegar ég var að alast upp norður í Höfðahverfi bjó á næsta bæ við mig grenjas­ kytta sem hafði stundum þann háttinn á, þegar hún hafði unnið læðuna, að taka yrðlingana lifandi með sér heim. Þeir voru síðan vistaðir í gamalli súrheysgryfju þar til þeir urðu stálpaðri; þar var þeim gefið að éta og þan­ nig staðið að fóðruninni að matnum var kastað niður til þeirra úr nokkurri hæð. Það var býsna fróðlegt að fylgjast með því hvernig þeir báru sig að þegar matnum var kastað niður. Sá sem stærst- ur var og sterkastur reyndi eins og hann gat að sitja einn að kræsingunum og þegar hann hafði étið nægju sína þá gróf hann afganginn, trúlega til síðara borhalds eða til mögru áranna eins og stundum er sagt. Okkur krökkunum fannst þetta fram- ferði afar sérstætt. Það er, þessi drottnun- argirni sem heitir, á okkar máli, að skara eld að sinni köku og vorum við eiginlega alveg viss um að þessháttar framferði tíðkaðist bara hjá tófum, refum og ámóta illyrmi. En skyldi það nú vera svo. Þegar ég stundaði sjóróðra frá Grindavík í kringum 1960 var nokkrum sinnum reynt að koma á upplýsingakerfi á milli Grindavíkurbátanna eða báta ákveðinna útgerða. Markmiðið var að viðkomandi bátar gæfu upp á dulmáli aflann í hverri netatrossu, en með því gætu bátarnir, sem í samstarfinu voru, átt hægara um vik við að velja netatross- unum legu, sér í lagi þegar veiðislóðin var mjög ásetin og einfaldlega ekki létt að koma trossunum í veiði. Illa gekk yfirleitt að fara eftir þeim reglum sem voru forsenda samstarfins þannig að yfirleitt urðu þessi upplýs- ingakerfi ekki langlíf. Til dæmis man ég eftir því að einn ágætur skipstjóri kom oft með góðan afla að landi, þrátt fyrir að það kæmi ekki fram hjá honum þegar hann var að gefa upp afla í einstökum trossum yfir daginn. Þegar hann var inntur eftir því hverju þetta sætti þá gaf hann yfirleitt þá skýr- ingu að stærstur hluti aflans hefði komið í síðustu trossuna hjá honum og þá hefði það ekki haft neitt uppá sig að gera grein fyrir því þar sem samstarfsbátarnir hefðu allir verið búnir að leggja trossurnar sínar þann daginn. Ágætur sölumaður, tækja og búnaðar, fyrir fiskiskip sagði mér frá því að hann væri alveg hættur að sinna beiðnum frá ákveðinni hérlendri útgerð, vegna þess að sá sem eftir leitaði hefði þann hátinn á að hann gerði almenna grein fyrir því sem sig vanhagaði um. Í framhaldinu sagð- ist sölumaðurinn ræða við sína birgja og samstarfaðila sem færu þá í það að skil- greina óskir viðkomandi útgerðar betur, koma þeim á blað, þannig að hægt væri að verðmeta hvern einstakan verkþátt. Þegar það væri búið væri útgerðinni sent tilboð í það sem í upphafi var um spurt. Á þeim tímapunkti virtust leysast úr læð- ingi leynd viðskiptasnilli útgerðarinnar því í stað þess að ganga nú til samninga við þann sem upphaflega var leitað til voru gögnin sem söluaðilinn hafði lagt bæði vinnu og fjármuni í að útbúa, send til annarra söluaðila með ósk um form- legt tilboð í það sem leitað hafði verið eftir. Með nefndu fyrirkomulagi sparaði úgerðin sér að leita til hönnuða og teiknara til þess að koma óskum sínum í tilboðshæft form og komst þannig hjá ákveðnum útgjöldum og fyrirhöfn. Einhvernveginn finnst mér ekki svo ýkja langt á milli hegðunar áðurnefndra yrðlinga og hinna tveggja úr mannheimum þegar grannt er skoðað enda stundum talað um að þeir sem ná langt, í t.d. viðskipt- um, séu bannsettir refir. Þrátt fyrir allan refsháttinn og mat- arbirgðir til mögru áranna þá týndu nú nefndir yrðlingar lífinu löngu áður en allur maturinn var uppéttinn. Sama virðist vera að henda alla útrásarvikingana okkar því þrátt fyrir gnægð refsháttar, við gerð allra fram- virku afleiðusamninganna svo ekki sé nú minnst á blessaða vafningana sem þeir ætluðu að geyma til mögru áranna þá virðist sem allt þetta hafa verið frá þeim tekið á einni svipstundu. Kannski er ekki svo ýkja langt á milli örlaga yrðlinganna og útrásarvíkinganna okkar; annar hópurinn tapaði lífinu en hinn lífsfyllingunni og lífsviðurværinu. Helgi Laxdal vélfræðingur Að vera refur eða refur LISTIN AÐ HAFA RANGT FYRIR SÉR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.