Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 21
Norræn jól
konungurinn, friðarhöfðinginn. En játningin hefur auðgaS tunguna en ekki
helgað hjartað. Og þess vegna er veruleiki þessara jóla svona dapurlegur:
„Enn þá er myrkur í öllum löndum. Enn þá er barizt . ..“ Guðs andi
hefur svifið yfir djúpunum og sagt: „Verði ljós!“ En myrkrið hefur ekki
tekið á móti því.
Vér vitum fátt hver um annan, norrænir bræður, nú um sinn. Vér höf-
um orðið viðskila hver við annan, nú siglir hver sína leið með boða á báðar
iiendur og brimlendingu framundan við myrkvaða strönd. Vér ætluðum að
verða samferða. Vér ætluðum að bíða af oss ofviðrið í vari og sjá hver til
annars. Til þess voru frændsemisböndin treyst undanfarin ár, að vér gæt-
um haldið hópinn, hvað sem yfir kynni að dynja. Sjálfsagt héldum vér
veröldina betri en hún er og sjálfa oss til annars réttar borna, en að vera
peð á borði hins blóðstokkna tafls. Má vera að vér höfum verið varúðar-
lausir og auðtrúa. Er þá draumurinn búinn, draumurinn um rétt hins
máttarminni, um bróðurleg samskipti frjálsra þjóða,
gror bragdens ara
blott pá stridens ntark,
kan ej den vapenlöse
hálsas stark
och visa hjáltemod?
spurði Finninn Runebreg.
Er veruleikinn búinn að gera þessa spurningu að háði?
Vér vitum eitt hver um annan, vér vitum hvað er að gerast hver í
annars landi þessa skammdegisnótt, sem heitir jólanótt. Og oss segir svo
hugur um tilfinningar hver annars, að aldrei hafi jól verið haldin á
Norðurlöndum þvílík sem nú, að klukkurnar hafi aldrei átt þvílíkan hljóm,
að aldrei hafi verið hlustað með eins væntinni þrá á boðskapinn frá Betle-
hem, aldrei verið sungið eins og nú:
„— unga, sjunga,
med de gamla, sig församla,
jordens böner,
kring den störste av dess söner.“
„Fred over Jorden, Menneske, fryd dig
Oss er en evig Frelser födt.“
19