Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 24

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 24
Norræn jól Þó að merkilegt megi heita. hafa alltaf verið til þeir menn hér á landi, er talið hafa norræna samvinnu lítils virði íslenzku þjóðinni, og enn aðrir, er álíta að þessi samvinna hafi aðeins verið fólgin í fögrum orðum yfir skálum á gleðisamkomum, en hafi aldrei átt sér djúpar rætur, og alltaf brostið ef á reyndi verulega og til þurfti að taka. Þessir menn benda á yfir- standandi tíma, og er ekki laust við, að í sumum hlakki yfir þeim óförum, er þeir telja, að orðið hafi í samvinnunni. En þessi vantrú og ótrú á norræna samvinnu, byggist að mestu leyti á misskilningi og vanþekkingu. Frá sjónarmiði vor íslendinga séð, er óhætt að fullyrða það fyrst og fremst, að ekkert ógagn og engin óþægindi höfum vér af samvinnu þessari haft. Og engin hætta hefur af henni stafað fyrir íslenzku þjóðina. Ekkert Norðurlandaríkjanna hefur gert hina minnstu til- raun til þess að nota samstarfið oss til ófarnaðar. IJm þetta held ég að allir geti verið sammála. En þá væri engu öðru til að dreifa gegn samstarf- inu en því, að það væri gagnslaust og ekki þess virði fyrir oss, að til þess væri eytt orku og fyrirhöfn af vorri hálfu. En þessi andmæli fá ekki heldur staðizt. Enginn neitar því, að hin Norðurlandaríkin séu fullkomin menningarríki, þar sem félagslegur þroski, menning, siðfágun og framfarir séu langt á veg komnar, og að þessi ríki, af eðlilegum orsökum, vegna legu, landsgæða, náttúruauðæfa og fjöl- mennis, standa oss að ýrnsu leyti framar. Þangað er því vissulega margt hægt að sækja til fyrirmyndar. Og þegar við bætist, að þjóðir þessar eru af sama kynstofni, og meira segja mjög náskjddar, tungan af sömu rót runnin, þjóðhættir og stjórnskipulag með líkum hætti, samgöngur þangað á venjulegum tímum tiltölulega greiðar, þá ætti það að vera næsta aug- sýnilegt, að samvinna tækist og ykist milli þessara ríkja og þjóða. Og það er einnig sannast sagna, að allt fram að yfirstandandi styrjöld, var þessi samvinna að aukast og færa út svið sitt með vaxandi gagnkvæmum skilningi og samhug, öllum þjóðunum einungis til gagns. Af eðlilegum orsökum eru það ekki mörg ríki, er sérstaklega sækjast eftir samvinnu við íslendinga. Til þess er þjóðin of smá og afskekkt. En Norðurlandaríkin eru þar undantekning. Þau hafa beinlínis sýnt það, að þau óska áframhaldandi og aukinnar samvinnu við ísland, sem jafnréttis- aðila. Og bak við þessar óskir liggja engar hugsanir um aukin afskipti, 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.