Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 25

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 25
Norræn jól yfirdrottnun né arðrán, heldur eingöngu vinarhugur frændþjóða, er óska, að öll fimm Norðurlandaríkin haldi hópinn og auki og treysti vináttu- og bræðraböndin. En nú heyrast stundum þær raddir, að samvinna Norðurlandanna hafi rofnað fyrir rás viðburðanna, óheilindi og sundurþykkja skapazt, er örðugt muni að færa í samt lag á ný. En ég ætla, að þessar skoðanir séu byggðar á litlum skilningi og vanmati. Að vísu er nú fjörður á milli frænda og vík á milli vina. En breiðari firðir og víðari víkur hafa áður verið yfirstign- ar af hinum norrænu þjóðum. Vor gamla sambandsþjóð, Danir, á nú í vök að verjast. Ofurefli hins nazistiska nágranna hefur nú um skeið lagt hramm sinn yfir hina dönsku þjóð. En allt bendir til þess, að þessi merkilega menningarþjóð muni losa sig úr viðjunum, endurreisa sjálfstæði sitt, og ganga áfram eins og áður, veg lýðræðis og félagslegs þroska og fullkomnunar. Við þessa ágætu þjóð hafa Islendingar um margar aldir haft náin skipti. Og það er engin ástæða til þess að rifja upp það, er miður hefur farið í þessum samskiptum. Hitt er aðalatriðið, að sambúð þjóðanna og gagnkvæmur skilningur hefur farið batnandi, eftir því sem lengur hefur liðið, og verður án efa þá beztur, er hver þjóðin um sig hefur fullkomið frelsi og sjálfstæði. Og illa trúi ég því, að hægt verði að nota andúð gegn Dönum, sem stjórnmálaagn á ís- landi. Hitt þykist ég vita með vissu, að áfram haldi, aukist og eflist margháttað samstarf og gagnkvæm kynni Dana og íslendinga. Á tveim árum hefur Finnland tvisvar átt í styrjöld við óvæginn ein- ræðis nágranna. I bæði skiptin hefur Finnland átt hendur sínar að verja fyrir árásum. I fyrra skiptið varðist þessi þjóð af fádæma þreki og af- burða hreysti, þótt þeim ójafna leik lyki með stórkostlegum fórnum finnsku þjóðarinnar af mannslífum og landsvæðum. í síðara sinnið hefur Finnland náð landi sínu á ný, og þess óska allir, er virða rétt smáþjóða, að endurheimt landsins verði varanleg, og að Finnar geti sem fyrst kom- izt út úr eldi styrjaldarinnar og haldið áfram að nytja í næði land sitt, reisa úr rústum fallnar borgir og fái lifað lýðfrjálsu menningarlífi sínu sem áður, í samstarfi við hin Norðurlöndin. Noregur hefur ratað í dýpstar raunir allra Norðurlandanna. Landið hefur með ofbeldi verið lagt undir grimmt ofbeldisríki eftir afburða 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.