Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 26

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 26
Norræn jól þreklega vörn. En þó að norska ríkið hafi þannig um skeið orðið að lúta í lægra haldi fyrir ofurefli einræðisins, stendur norska þjóðin uppi sem ósigruð þjóð. í hálft annað ár hefur norska þjóðin haldið uppi hetjulegri vcrn og sókn, þar sem óteljandi einstaklingar hafa fært hinar dýrustu fórnir og sýnt þá hetjulund, sem af ber. Sú þjóð verður aldrei sigruð. Hún berst í fjötrunum, unz þeir bresta. Yfir baráttu Norðmanna stendur sigur- ljómi samstæðrar þjóðar, sem áður en varir mun reka kúgarana af hönd- um sér og greiða hinum fámenna og fyrirlitlega svikarahópi makleg mála- gjöld. Norska þjóðin verður án efa, að endaðri eldrauninni, einn af styrk- ustu þáttum hinnar nýju og auknu norrænu samvinnu. Hið öfluga og ágæta menningarríki, Svíþjóð, hefur í þessari styrjöld ekki átt sjö dagana sæla, þó ekki hafi þjóðin til þessa orðið styrjaldaraðili, né á hana verið ráðizt með vopnavaldi. Inniklemmd og að ýmsu leyti ein- angruð hefur hin sænska þjóð búizt til varnar gegn öllum árásum, og fært miklar fórnir til vígbúnaðar. Einnig hefur Svíþjóð veitt hinum Norð- urlöndunum, og þó einkum Finnum, allan þann stuðning, sem afstaðan leyfði. Mun það bezt koma í ljós, þegar æsingum stríðsins er lokið, að Svíar hafa með festu og fórnum reynzt hinum Norðurlöndunum haukur í horni. Og þess er fastlega að vænta, að Svíþjóð sleppi við ógnir yfir- standandi styrjaldar og geti, að henni lokinni, haft forystuna, eins og oft endranær, í viðreisnarstarfi Norðurlanda. Það verður engin dul á það dregin, að heimsstyrjöldin hefur ekki að- eins lamað, og að nokkru leyti kippt burtu um skeið samstarfi Norðurland- anna, heldur og vakið sárindi og sviða á milli þessara ríkja. En þegar allar aðstæður verða ahugaðar án æstra tilfinninga, verða lögð smyrsl á sárin, og þau munu fljótt gróa. Þá hefst samstarfið að nýju, öflugra, máttugra og nánara en nokkru sinni fyrr. Það er oft, og ekki að ástæðulausu, talað um þær hættur, er nú steðji að íslenzku þjóðinni, menningu hennar og þjóðerni. Auk innri þjóðernis- vakningar og þegnskapar sjálfrar þjóðarinnar er norræna samstarfið það vígi, er öldur aðsteðjandi sjóa munu brotna á. Og í norrænu fjöl- skyldunni eigum vér íslendingar heima og hvergi annars staðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.