Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 27
Norðmenn
Sigurður Nordal
ÞAÐ er alls ekki vandalaust fyrir íslendinga að ræða og dæma af skyn-
semd og sanngirni um frændþjóðirnar á Norðurlöndum nú sem
stendur. Mikil tíðindi gerast þar, ægileg tíðindi, sem hljóta að snerta oss
inn í hjartarætur, hita skapið, vekja sára gremju og aðdáun á víxl. Fregnir
eru strjálar og einatt vafasamar, þekkingin á því, sem til ber, í molum.
Langur tími mun enn líða, þangað til vér fáum fregnir um sögu þessara
þjóða síðustu misserin, sem í senn eru nákvæmar og réttar. Eitt vitum vér
samt með fullri vissu: Norðmenn eru nú í þeim eldinum, sem heitast
brennur. Þar í landi hafa verið unnin þau verk, sem oss hryllir mest við,
og líka veitt viðnám, sem gagntekur hvern óspilltan mann, eins og hetju-
sögur hrifu oss í æsku. En samt þekkjum vér ekki nema brot af því, sem
frásagnar er vert úr Noregi, og vér stöndum enn verr að vígi að vita með
sanni, hvernig líta ber á margt af því, sem sagt er frá hinum Norðurlanda-
þjóðunum.
Af þessum ástæðum hef eg vísvitandi haldið í hemilinn á mér í þessu
greinarkorni, og það varð ekki gert nema á einn hátt, svo að öruggt væri:
með því að segja hér ekki neitt annað um Norðmenn en eg hef fluít
opinberlega löngu áður en þessi vargöld hófst, þótt það hafi ekki komið
á prent. Ef sumt þykir hér af vináttu og aðdáun mælt, er það því ekki
25