Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 28

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 28
Norræn jól sprottið af tilfinningum líðandi stundar, heldur af fyrri kynnum. Annars þarf eg varla að geta þess, að eg hef miklar mætur á öllum Norðurlanda- þjóðunum og hef lært að virða þær og unna þeim því betur sem eg hef verið meir meðal annarra og stærri þjóða. Þessar frændþjóðir vorar eru í senn skemmtilega líkar og ólíkar, hafa ýmsa kosti sameiginlega, en allar nokkuð sérstakt til að bera. Þótt kostir og hæfileikar einnar séu taldir, er með því ekki farið í neinn jöfnuð til þess að varpa rýrð á hinar. „Lofa þú svo einn konung, að þú lastir eigi annan.“ Og sízt megum vér á þessum tímum láta leiðast til þess að ámæla neinni þessara þjóða fyrir það, hvernig hún hefur brugðizt við þeim óskaplega vanda, sem að þeim hefur steðjað. Til þess er oss of torvelt að setja oss í sporin, þar sem hver þeirra stendur. Enda væri oss sæmra að líta í eigin barm og hugsa um, hvernig vér sjálfir stöndumst það, sem á oss reynir og efalaust er samt á flestan hátt léttbærara og viðráðanlegra en þær eiga við að etja. I. Ætti eg með einu orði að lýsa Norðmönnum, eins og þeir hafa komið mér fyrir sjónir, mundi eg vilja kalla þá vorþjóð. Þau tvö skáld þeirra, sem mest hafa mótað þjóðlífið á síðustu öld, hafa bæði skilið þetta og stuðlað að því að glæða það. Henrik Wergeland kvað: Ung má vcrden endnu være, slegtens sagas lange lære endnu kun dens vuggesange og dens barndoms eventyr. og Björnstjerne Björnson sagði: Jeg vælger mig April, i den det gamle falder, i den det ny faar fæste. Det volder Iidt rabalder, dog fred er ej det bedste, men at man noget vil. Eg ætla í sem fæstum orðum að nefna nokkur dæmi þess, í hverju mér hefur fundizt þessi vorhugur, gróandi æskuþróttur þjóðarinnar, vera fólginn. Um Ieið ætti að einhverju leyti að skýrast, hvernig á honum stendur. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.