Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Síða 29
Norræn jól
II.
Saga Norðmanna á 19. öld hefur borið svip æskunnar, framsóknar
dugandi unglings, sem allt í einu gerir sér grein fyrir kröftum þeim, sem í
honum búa, og neytir þeirra út í æsar. Það var engu líkara en þjóðin risi
upp um 1814, hvíld og endurnærð af margra alda svefnmóki, eins og kol-
bítur úr öskustó, og sækti fram með fágætri orku og árangri á öllum svið-
um athafna og menningar. Samt má vitanlega sjá margvíslegan aðdrag-
anda þeirrar viðreisnar á undanförnum öldum, ef betur er að gæít. En tæki-
færin voru minni, meðan Noregur var hjálenda. Mikið af hæfileikum hefur
farið forgörðum vegna þess, að skilyrði menntunar og þroska skorti í land-
inu sjálfu. Þeir, sem brutust áfram og náðu mestum frama, eins og Tor-
denskjold og Holberg, urðu að leita sér starfsviðs annars staðar, og afrek
þeirra urðu föðurlandi þeirra ekki að eðlilegri frægð né notum. Það gefur
að skilja, að ekkert hefur komið fram hjá norsku þjóðinni á 19. öld, sem
bjó ekki í henni áður. Munurinn er sá, að tápinu og gáfunum voru smáni
saman sett stærri takmörk, opnaðar fleiri brautir, betur að þeim hlúð og
búið, þeim var nú beitt í þágu eigins lands. Hér er hvorki rúm né þörf á
að telja fram allt það, sem þessi fámenna þjóð hefur afrekað frá 1814. Hún
var þá ekki nema ein miljón að tölu og í höfuðstaðnum, Kristianíu, voru
11 000 íbúar. Öll verkleg og andleg menning bar þess merki, að landið hafði
lotið erlendu valdi í hálfa fimmtu öld, ekki verið annað en sel frá höfuð-
bóli. Síðan hafa Norðmenn rutt sér til rúms sem fyllilega sjálfstæð þjóð,
jafnokar hinna norrænu þjóðanna á flestum sviðum, en á sumum komizt
feti framar. Þeir hafa að tiltölu við fólksfjölda orðið mesta siglingaþjóð
veraldarinnar, sýnt þar furðulegt framtak, sem fáir vita um til hlítar.
C. J. Hambro sagði mér einu sinni, að þegar hann kom til Kaliforníu, hefði
sér komið það alveg á óvart að fá vitneskju um, að mestallar strandferðir
við vesturströnd Ameríku væru í höndum Norðmanna. Þarna væru menn
í siglingum árum saman án þess að koma heim til Noregs. Þá hafa Norð-
menn komið upp stórfelldum iðnaði og orkuverum og hagnýtt sér auðs-
uppsprettur landsins, sem að ýmsu leyti er hart og naumgjöfult, með
hugvæmni og atorku í senn. í bókmenntum og listum hafa þeir orðið
ein af forustuþjóðum heimsins síðustu hundrað árin, og er því til sönn-
unar nóg að nefna fáein nöfn: Henrik Ibsen, Björnstjerne Björnson,
27