Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 30

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 30
Norræn jól Knut Hamsun, Sigrid Undset, Edvard Grieg, Edvard Munch og Gustav Yigeland. í flestum greinum vísinda hafa þeir átt menn, sem markað hafa spor og of langt yrði upp að telja. Háskólinn í Osló, sem tók til starfa 1813 með einum sex kennurum, er nú tvímælalaust einn af bezt skipuðu háskólum Norðurlanda. Landkönnuðir eins og Frithjov Nansen og Roald Amundsen, sem sameinað hafa persónulegt þrek og áræði og vísindalegan áhuga og hæfileika, hafa borið hróður Noregs um víða veröld, jafnvel út til þeirra manna, sem annars koma helzt auga á hershöfðingja og hnefa- leikara, stjórnmálamenn og kvikmyndastjörnur. En þótt alimikið beri á Norðmönnum, þegar horft er á þá úr fjarska, mun flestum finnast enn meira til þess koma að kynnast þeim nánar. Þar spretta fram svo fjöl- breyttir hæfileikar og margir kynlegir kvistar, að furðu gegnir með ekki fjölmennari þjóð. III. Ef skyggnzt er ofurlítið niður í jarðveginn, sem allt þetta er vaxið upp úr, og athugað veðurfarið, sem það hefur dafnað við, minnir margt á jörð í vorleysingum og umhleypingasamt gróðrarveður. Andstæðurnar í fari Norðmanna eru svo miklar, að undrum sætir (og hefur það varla komið skýrar fram en á þessum dögum). Þeir eru öfgamenn í skoðunum, ofsamenn í skapi, sjást ekki fyrir, þegar móðurinn er á þeim. Hvort sem litið er á stjórnmál, trúmál, siðferðismál eða þjóðernismál, hefur þar getið að líta hinar gagnstæðustu stefnur, sem fylgt var af ofurkappi. Og sama máli gegnir með einstaklingana, að í Noregi hef eg hitt fyrir hið skemmti- legasta og leiðinlegasta fólk, sem eg þekki, fíngerðust prúðmenni og mesta rudda, gáfaðasta menn og sauðheimskasta! Þessu hafði eg veitt athygli löngu áður en eg datt ofan á þessa lýsingu Holbergs á löndum sínum: „Det, som kaldes middelmaadighed, har liden sted blandt dem, men de, som ere gode, ere i hþj grad gode, og de, som ere onde, i en hþj grad onde.“ Það er engin furða, þótt með slíkri þjóð verði rosasamt og skriðuhætt, svo að samhliða gróandanum komi fyrir hervirki eyðandi afla. En líf og hreifing stendur af þessum andstæðum, og óstýrilát sjálfræðisþörf einstak- linganna verður frjósöm til mikilla átaka, þótt hún leiði þá stundum á refilstigu. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.