Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 31

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 31
Norræn jól En innan um rosa vorhretanna gætir líka hjá hinum beztu mönnum vermandi vorhlýju, og- vil eg einkum nefna þess eitt dæmi. Eg hef hvergi þekkt menn gleðjast eins hjartanlega yfir því, sem aðrir gera vel, og í Noregi, vitað menn geta verið jafnstolta af verkum vina sinna og eigin verkum, yfirleitt öllu því, sem þjóð þeirra gæti orðið til gengis og frama. Ef til vill verða þau afrek, sem Norðmenn hafa unnið á síðari tímum, helzt skilin, ef þetta tvennt er haft í huga: stórhugur einstaklinganna fyrir sjálfa sig og stórhugur þeirra fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Þeir hafa viljað efla menn til höfðingja, koma upp stórmennum, gela þeim byr undir vængi. Að vísu hefur þetta ekki gerzt bardagalaust. En af hinni kauðalegu öfund- sýki, sem hylur sig í gervi afskiptaleysis, kæruleysis og strembinnar þagnar um það, sem bezt er, reynir að kæfa það með dekri við miðlungana, er lítið hjá Norðmönnum. Þeir eru ol' stórbrotnir, hreinskiptnir og örgeðja til þess. IV. Mér hefur oft fundizt, að eg hafi hvergi, þar sem eg hef komið, kynnzt jafnmörgu gáfuðu fólki og í höfuðborg Noregs, og eg þori fremur að segja þetta vegna þess, að nokkurir erlendir menn hafa sagt eitthvað svipað við mig að fyrra bragði. Nú dettur mér ekki í hug að trúa því, að Norðmenn séu betur af guði gefnir en ýmsar aðrar þjóðir. En eg held þetta stafi af því, að gáfur þeirra njóti sín betur vegna þess, hvernig þeir horfa á lífið og tilveruna. Þó að menn fæðist misjöfnum hæfileikum búnir, þá skiptir hitt ekki minna máli, hvernig þeir fara með þá vöggugjöf. Flestir menn verða miklu heimskari en þeir þyrftu að vera af því að hugsa of smátt, snúast í hringiðu ófrjórra, hversdagslegra viðfangsefna, leggja ekki á brattann, finnast öll mestu vandamálin útrædd eða gagnslaust að reyna að brjóta þau til mergjar. Allt þetta eru ellimerki, bæði þjóða og ein- staklinga. Platon sagði, að undrunin væri upphaf allrar vizku, og vér sjáum daglega í kringum oss, hvernig hin djúpsæja undrun og forvitni barnanna, sem horfa stórum augum á dásemdir lífsins, dofnar og þrengist. Þau fara að líta á hið furðulega sem sjálfsagt, vaninn sljóvgar þau, dauð þekking kemur í stað lifandi spurninga. En eg hef hvergi fundið minna af þessari venjubundnu þreytu hugsunarinnar meðal menntaðra og reyndra 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.