Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 54
Norræn jól
vini, en það var kvartað þegar hann kom og glaðst þegar hann fór. Af
honum var megn tóbaks- og brennivínslykt og þegar hann var búinn að fá
nokkra snapsa eða einn „toddy“ varð hann drukkinn og sagði þá rudda-
legar sögur. Hann var hrein plága á hinum gestrisnu heimilum.
Ein jólin fór hann til Laufdala, þar sem Liljekrona, hinn mikli fiðlu-
leikari bjó. Liljekrona hafði verið einn af „kavaljerunum“ á Ekeby, en eftir
dauða majórsfrúarinnar fór hann heim til sín að Laufdölum og bjó þar
síðan. Ruster kom til hans nokkrum dögum fyrir jól, í mestu jólaönn-
unum, og bað um vinnu. Liljekrona lét hann skrifa dálítið af nótum.
„Þú hefðir átt að láta hann fara strax aftur,“ sagði konan. „Nú treinir
hann sér þetta svo lengi, að við sitjum uppi með hann um jólin.“
„Einhvers staðar verður hann þó að vera,“ svaraði Liljekrona. Og svo
bauð hann Ruster upp á „toddy“ og brennivín, sat hjá honum og rifjaði
upp endurminningarnar frá Ekebyverunni. En Liljekrona var samt í slæmu
skapi og leiður á Ruster, þó hann vildi ekki láta á því bera, því gömul
vinátta og gestrisni voru honum heilög.
A heimili Liljekrona hafði jólaundirbúningurinn staðið í þrjár vikur.
Fólkið hafði haft ákaflega annríkt, vakað svo að augun voru orðin rauð og
þrútin af vökum og reyk. Það hafði verið kalt í skemmunni, þar sem
kjötið var saltað, og eins í brugghúsinu við ölgerðina. En bæði húsmóðirin
og vinnufólkið sætti sig samt við þetta, allt vegna tilhlökkunarinnar til
aðfangadagskvöldsins og þeirrar helgistemmningar, er það átti von á að njóta
þetta kvöld. Jólin mundu hafa þau áhrif að vekja hjá því gleði, gaman-
semi og skáldskapargáfu, svo að kvæðin myndu liggja því á tungu án
minnstu fyrirhafnar. Það kæmi fjör í fætur þess, svo það langaði til þess að
dansa, dansvísurnar myndu vakna úr djúpum minninganna, þó maður
héldi að þær væru alveg' gleymdar. Á aðfangadagskvöld yrðu allir svo glaðir
og góðir.
Þegar Ruster kom fannst öllu heimilisfólkinu í Lauídölum að jóla-
gleðin væri eyðilögð. Húsmóðirin, börnin og gamla vinnufólkið var allt á
sömu skoðun. Návist Rusters vakti hjá því angist og kvíða. Það var
hrætt um, að þegar þeir Liljekrona færu að rifja upp gamlar endurminn-
ingar myndi listamannsblóðið ólga í æðum hins mikla fiðluleikara, og að
heimilið missti hann á ný. Hann hafði aldrei getað staðnæmzt lengi heima.
52