Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 56

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 56
Norræn jól En þegar heimilisfólkið safnaðist saman í salnum um fimmleytið, til þess að drekka te og dansa kringum jólatréð, var Liljekrona þögull og í þungu skapi. Hann settist ekki á æfintýrabekkinn, hann bragðaði hvorki á teinu eða púnsinu, hann mundi engan polka og fiðlan var í ólagi. Þeir, sem vildu leika og dansa, urðu að gera það án hans. Húsfreyjan var óróleg, börnin óánægð og allt heimilið gekk á tréfót- um. Þetta var leiðinlegur aðfangadagur. Grauturinn brann við, það snark- aði í kertaljósunum, það reykti í arninum, stormurinn þyrlaði upp lausa- mjöllinni og köld vindstrokan stóð inn í sal. Vinnumaðurinn, sem farið hafði með Ruster, kom ekki enn þá. Ráðskonan grét og vinnustúlkurnar rifust. Loksins mundi Liljekrona að ekkert kornknippi hafði verið látið út fyrir smáfuglana og hann kvartaði yfir kvenfólkinu, sem hann sagði að hirti ekki um gamla siði og væri samvizkulaust. En þær skildu, að það, sem kvaldi hann, var samvizkubit hans sjálfs, vegna þess að hann hafði látið Ruster litla fara af heimilinu á sjálft aðfangadagskvöldið. Allt í einu fór hann inn í herbergið sitt, lokaði dyrunum og fór að spila, og nú spilaði hann öðruvísi en hann hafði gert lengi, eða síðan hann hætti flakkinu. Það var hatur og háð, það var þrá og stormur í leik hans: „Þið ætluðuð að binda mig, en þið skuluð þá fjötra mig á nýjan leik. Þið ætl- uðuð að gera mig að smásál eins og sjálf ykkur. En ég fer út í víðáttuna til þess að lifa frjálsu lífi. Þið, hversdagsmanneskjur og heimilisþrælar, takið þið mig til fanga ef þið getið!“ Þegar húsmóðirin heyrði þessa tóna, sagði hún: „Á morgun verður hann farinn, ef guð gerir ekki kraftaverk. Nú hefur ógestrisni okkar kornið því til leiðar, sem við ætluðum að forðast.“ Ruster hélt ferð sinni áfram í bylnum. Hann fór frá einum bænum til annars, og spurðist fyrir hvort þar væri ekkert handa sér að gera. En enginn vildi taka á móti honum. Honum var ekki einu sinni boðið að stíga af sleðanum. Sumir sögðu, að bærinn væri fullur af gestum, en aðrir ætluðu að fara að heiman á sjálfan jóladaginn. „Farðu til næsta bæjar,“ sögðu allir. 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.