Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 63
Norræn jól
En svo kom að því, að bilið milli jakanna varð of breitt fyrir björn-
inn. Hann varð að flevgja sér í vökina. Ég kom á vakarbarminn, þegar
hann var að skreiðast upp úr hinum meginn og sendi honum kúlu miiii
herðablaðanna. Hann féll aftur í vatnið og eldur brann úr hinum tinnu-
svörtu augum gegn mér. Kúla í skallann batt endi á þrautir hans.
Þetta var fvrsti hvítabjörninn, sem ég lagði að velli. Skipstjórinn og
félagar mínir óskuðu mér til hamingju, og ég var dálítið upp með mér.
Úr útsýnistunnunni var alltaf haft vakandi auga á bjarndýrum. Það
var eina veiðin, sem við áttum völ á meðan við sátum fastir í ísnum.
Að kvöldi dags, 3. júlí, var ég að mæla sjávarseltu í mismunandi dýpi,
þegar tilkynnt var, að bjarndýr væri sýnilegt á hléborða. Mælingarnar fengu
að eiga sig. Nú sá ég líka dýrið af þilfarinu.
Skipstjórinn og ég lögðum af stað. Isinn var ekki greiðfær og við urð-
um að þræða í ótal króka og stökkva milli jaka. En við fórum að engu óðs-
lega. Björninn sat uppi á íshrönn og nasaði. Við gættum þess að halda
okkur vindmegin við hann, svo að hann fyndi mannaþefinn. Þá lætur hann
sjaldan á sér standa.
Loksins vorum við komnir á næsta jaka við björninn. En um leið og
ég ætlaði að stökkva yfir um, brast skörin, sem ég stóð á. Sem betur fór
náði ég handfestu um leið á skörinni hinum meginn, svo að ég blotnaði ekki
í það skiptið nema upp að naflanum.
Skipstjórinn komst líka yfir, og við stefndum á íshrönnina, þar sem
bangsi hafði verið.
En hann lætur ekki á sér kræla og við erum orðnir smeikir um, að
hann hafi drattazt burtu, þegar hausinn gægist allt í einu yfir kambinn.
í sama vetfangi liggjum við marflatir á ísnum. Með því móti æsum við
ef til vill forvitni bjarnarins og hræðurn hann síður,
En hann liggur grafkyrr og blínir á okkur vel og lengi með stakri
þolinmæði.
Hann tinar með hausnum og veltir vöngum. Svo felur hann sig á bak
við ískambinn, en rekur hausinn brátt upp aftur, jafnspakur og áður.
Þetta fer að verða þreytandi. Það fór heldur ekki sem bezt urn okkur,
því að við lágum á maganum í krapableytu. En okkur iangar til þess að sjá
61