Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 66
Norræn jól
„Nei, sussu, nei. Er það nú dolpungur.“
En nú stefnir hann beint á okkur og er ekki nema í tíu skrefa fjar-
lægð. Ég á að skjóta fyrstur, og um leið og hann setur sig í kuðung til að
stökkva, sendi ég honum kúlu beint í bringuna.
Hann rekur upp öskur, glepsar að sárinu að vanda, hrökklast aftur á
bak og leggur á flótta.
Skipstjórinn sendir kúlu á eftir honum.
Skothylkið situr fast hjá mér eins og fyrri daginn. Eftir talsverða vafn-
inga tekst mér að losa það og hlaða að nýju. Báðir erum við tilbúnir, en
björninn er lagstur til sunds. Um leið og hann skreiðist upp úr vökinni
hinum megin, sendum við báðir kúlur milli herðablaðanna. Hann fellur
aftur í vökina en kemst á nýjan leik upp úr. Skipstjórinn sendir eina kúlu
enn. Björninn hnígur öfugur út af skörinni og liggur svo kyrr.
Þetta var óvenju stór og föngulegur björn. Þótt við værum þrír, sæmi-
lega vel að manni, áttum við fullt í fangi að draga hann upp úr.
Það fór ekki hjá því, að hásetunum á skipinu þætti ég dálítið kynlegur
í háttum. Þeir brutu heilann talsvert um alóþörf tiltæki, sem ég fékkst við,
eins og að krufla í innyflum úr selum, björnum og fuglum, mæla sjávar-
hita og taka sjávarvatn í flöskur.
Einn daginn segir bátsmaðurinn við skipstjórann:
„Þessi Nansen — hvað ætlar hann eiginlega að verða?“
Skipstjórinn vissi ekki vel, hvað segja skyldi. — Ég ætlaði víst að
verða náttúrufræðingur, hélt hann.
Bátsmaðurinn var ekki á því, að það borgaði sig að vera náttúrufræö-
ingur.
„Nei, ég skal segja þér, hvað hann á að verða. Hann á að verða
dýralæknir.“
„Hvers vegna það?“ spyr skipstjórinn.
„Jú, ég skal segja þér, að hann er svo fjandi laginn að gera til dýr,“
sagði bátsmaður.
Ég mátti víst vera hreykinn af þessari ti’austsyfirlýsingu.