Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 66

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 66
Norræn jól „Nei, sussu, nei. Er það nú dolpungur.“ En nú stefnir hann beint á okkur og er ekki nema í tíu skrefa fjar- lægð. Ég á að skjóta fyrstur, og um leið og hann setur sig í kuðung til að stökkva, sendi ég honum kúlu beint í bringuna. Hann rekur upp öskur, glepsar að sárinu að vanda, hrökklast aftur á bak og leggur á flótta. Skipstjórinn sendir kúlu á eftir honum. Skothylkið situr fast hjá mér eins og fyrri daginn. Eftir talsverða vafn- inga tekst mér að losa það og hlaða að nýju. Báðir erum við tilbúnir, en björninn er lagstur til sunds. Um leið og hann skreiðist upp úr vökinni hinum megin, sendum við báðir kúlur milli herðablaðanna. Hann fellur aftur í vökina en kemst á nýjan leik upp úr. Skipstjórinn sendir eina kúlu enn. Björninn hnígur öfugur út af skörinni og liggur svo kyrr. Þetta var óvenju stór og föngulegur björn. Þótt við værum þrír, sæmi- lega vel að manni, áttum við fullt í fangi að draga hann upp úr. Það fór ekki hjá því, að hásetunum á skipinu þætti ég dálítið kynlegur í háttum. Þeir brutu heilann talsvert um alóþörf tiltæki, sem ég fékkst við, eins og að krufla í innyflum úr selum, björnum og fuglum, mæla sjávar- hita og taka sjávarvatn í flöskur. Einn daginn segir bátsmaðurinn við skipstjórann: „Þessi Nansen — hvað ætlar hann eiginlega að verða?“ Skipstjórinn vissi ekki vel, hvað segja skyldi. — Ég ætlaði víst að verða náttúrufræðingur, hélt hann. Bátsmaðurinn var ekki á því, að það borgaði sig að vera náttúrufræö- ingur. „Nei, ég skal segja þér, hvað hann á að verða. Hann á að verða dýralæknir.“ „Hvers vegna það?“ spyr skipstjórinn. „Jú, ég skal segja þér, að hann er svo fjandi laginn að gera til dýr,“ sagði bátsmaður. Ég mátti víst vera hreykinn af þessari ti’austsyfirlýsingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.