Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 68

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 68
Norræn jól gömul hjón, er áttu son, einan barna. Hann hét Sigurður. Við vorum jafn- aldrar, um tvítugt, og fór vel á með okkur. Hann var draumlyndur og dálítið einrænn, en prúður og góður piltur. Heldur var hann fíngerður og krafta- lítill, en hafði samt góða heilsu, að cðru leyti en því, að stundum greip hann eitthvert óráð eða fásinna, sem stappaði nærri fullu brjálæði á meðan það stóð yfir. Þess á milli var hann alheilbrigður. Hann fann alltaf á sér þegar köstin voru að koma yfir hann, og gekk þá burtu úr augsýn fólks, oftast upp í dalverpi, sem lá austanvert við bæinn. Eftir svo sem klukkutíma kom hann aftur, og var þá fölur og þreytulegur, en annars eins og hann átti að sér. Þó var oft þunglyndisblær yfir honum næstu dagana á eftir. Það var aldrei minnzt á sjúkleik hans á heimilinu. En þegar við vor- um búnir að vera saman nokkrar vikur, byrjaði hann einu sinni að tala um þetta að fyrrabragði: — „Það er alveg óþarfi að vorkenna mér,“ sagði hann með einkennilegu brosi. „Mér líður ekkert illa í köstunum. Það eina, sem mér þykir að þeim, er hvað þau vara stutt!“ Ég varð hissa á þessum ummælum hans, sem von var, en smám- saman fékk ég skýringuna. Næst, þegar hann fann óráðið nálgast, benti liann mér að koma með sér, og ég fylgdi honum upp í dalverpið fyrir austan bæinn. Hann var naumast kominn þangað, þegar hann byrjaði að umhverfast á hinn furðulegasta hátt. Ekki greip hann þó neitt æði, en hann varð bara allur annar maður á skammri stundu. Sá Sigurður, er ég þekkti, var grannur og beinvaxinn með frítt, smágert andlit og grá dreymandi augu. Munnur hans var ávallt fastlokaður. En þessi maður virtist vera sýnu gildari, hann var lotinn í herðum og hokinn í hnjáliðum. Brúnirnar sigu niður yfir augun, sem voru dimm og snör; munnurinn var stærri og varaþykkri, og ávallt galopinn, eins og hann væri að hlusta eftir einhverju. Allt fas hans benti á sívakandi athugun, þrótt og fimi, sem átti meira skylt við dýr merkurinnar en manneskjur. Hann gekk hægt eftir dalverpinu, og það var auðséð á atferli hans, að í óráðinu lagði hann leið sína gegnum þéttan skóg. Ég sá liann beygja sig undir ósýnlegar greinar eða brjóta þær í sundur; hann smaug gegnum kjarr og kleif yfir fallna stofna. Oft nam hann snögglega staðar og hlust- 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.