Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 69

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Qupperneq 69
Norræn jól aði, það var eins og hann yrði allt í einu að steini, svo skjót og fullkomin varð kyrrstaða hans; síðan hélt hann af stað aftur, hljóður og skimandi eins og dýr. Mér fannst ég heyra mildan þyt skógarins og veikt brak í þurrum kvistum undir fótum hans. Ég sá undir eins, að hann var ekki einn á ferð; það var kona í fvlgd með honum. Og honum var mjög annt um þennan kvenmann. Hann gætti þess vel að greinar, sem hann beygði til hliðar, hrykkju ekki á hana, og hann hjálpaði henni, eins og natinn heimsmaður, yfir allar íorfærur. Alltaf öðru hverju var hann að líta aftur og brosa til hennar, og stundum snerti hann við henni með hendi sinni, eins og lítið barn klappar. Það var bersýnilegt, að hann var mjög ástfanginn. Á þessu gekk stundarkorn, þangað til hann kom að uppþornuðum lækjarfarvegi í miðju dalverpinu. í hans augum var þetta auðsjáanlega mikil elfa, því að hann hikaði við að leggja út í, en aðeins nokkur augna- blik. Það sást greinilega á hreyfingum hans, þegar hann var lagður af stað, að áin var bæði djúp og straumþung, því að hann hallaði sér mjög á þá hliðina, er upp að fjallinu vissi, og drættir, er sýndu mikla áreynslu. komu í andlit hans. Konuna hafði hann fyrir framan sig, og hélt utan um hana með báðum handleggjum. Þeim miðaði hægt áfram, en loks náðu þau þó bakkanum hinum megin. Hann nam staðar og lyfti henni á þurrt. Og hún var stór og stæðileg, það sást á því, hversu mikla krafta hann lagði í það að taka hana upp. Þegar hann var búinn að því, leit hann aftur og brosti sigri hrósandi. Það var eins og hann þættist nú kominn í örugga höfn og væri sloppinn úr öllum hættum. Nokkur augnablik horfði hann ögrandi inn í skóginn að baki sér, svo sneri hann andlitinu að bakkanum al'tur, þar sem ástmejr hans beið. Þar sem ástmey hans beið? Ef til vill var hún þar ekki lengur. Það hafði eitthvað óskiljanlegt skeð á þessum sekúndum, er hann horfði til baka. Hann starði á bakkann, og andlit hans tæmdist, eins og sálin hyrfi á braut. Á næsta augnabliki fylltist það af angist. Ég hef aldrei séð því- líka örvæntingu í nokkurri mannlegri ásjónu. Kyrrðin var steingerð og spáþung eitt andartak. Svo æpti hann eitthvað, ef til vill nafn, hróp hans nístu þögnina, og angistin í þeim smaug gegnum merg og bein. 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.