Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 71
Norræn jól
var björt og hvít, ljóst hárið íléttað, og úr bláum augunum skein öll sú
ástúð og blíða, sem karlmenn getur dreymt um. Mér fannst ég sjá hana
feta í sporin hans, í óráðsköstunum: sólfagra dóttur löngu gleymdra alda.
Morgunn sköpunarinnar ljómaði um hana.
Að áliðnu sumri kom stúlka á næsta bæ, til dvalar. Hún var bónda-
dóttir úr fjarlægri fjallasveit. Leiðin þangað lá um hlaðið hjá okkur, og
ég sá hana í svip þegar hún fór fram hjá. Ég man það enr., hvað hún
kom mér kunnuglega fyrir sjónir, og hvað mér leizt vel á hana. Hún var
ljóshærð og björt.
Nokkru síðar fór ég með Sigurði, vini mínum, upp í dalverpið. Það var
orðinn vani, að ég væri hjá honum meðan óráðsköstin stóðu yfir. Og sami
sorgarleikurinn endurtók sig, sem ég hef lýst hér að franian,
En þegar æðisgengin leit hans í skóginum stóð sem hæst, kom stúlkan
af nágrannabænum gangandi niður í dalverpið. Hún gekk hratt og beint af
augum til hans, en þó var eins og þau sæu ekki hvort annað fyrr en á því
augnabliki, sem þau mættust. Ég sá að hún varð ákaflega undrandi, en
það kom ekkert fát á hana, og hún reyndi ekki að flýja úr faðmi hans,
þegar hann vafði hana að sér. Ég hef aldrei séð jafn innilega endurfundi.
Hann hló og grét í senn, kastaði sér á kné, og faldi andlit sitt í kjöltu-
hennar. Hún settist niður í grasið og tók með báðum höndum utan um
liöfuð hans. En ég fann, að mér var ofaukið þarna, og læddist burt.
Þetta var síðasta óráðskastið hans Sigurðar. Hann kom heim ljóm-
andi af ánægju og gleði. Aldrei talaði hann um það, sem gerzt hafði,
enda býst ég við að erfitt væri að lýsa því með orðum. Þau giftu sig um
haustið, fjallastúlkan og hann, og ég hef alltaf heyrt að þeim kæmi frá-
hærlega vel saman.