Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 78

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Side 78
Norræn jól handarbakinu um munninn og kingir munnvatninu. Síðan kveikir hann á trékveikju og sezt í rökkrinu við arininn til þess að gera við skíðin. Kona hans horfir þögul á, drættirnir í andlitinu mýkjast og loks segir hún án þess þó að snúa sér að honum: „Ætli þú getir ekki fengið að aka með einhverjum frá Pusuia. Það er varla svo, að einhver þeirra þurfi ekki að fara í kaupstað fyrir jólin.“ „Ég kæri mig kollóttan um hestana þeirra, þegar ég get gengið sjálfur.'4 „En það eru sex mílur til kirkjunnar, og þú hefur ekki smakkað ærleg- an matarbita í heila viku.“ „Ég er ekki svo máttvana, að ég geti ekki rennt mér nokkrar mílur á skíðum.“ „En það eru brekkur á leiðinni og svo þarftu að bera mjölpokann heim.“ Ekkert svar, það hummaði ekki einu sinni í honum. Önnu finnst hún hafa ráðið manni sínum nóg, lætur börnin fara að sofa, tekur rokkinn sinn og fer að spinna eins og hún hefur gert á hverju kvöidi allan vetur- inn. Það suðar í rokknum og snarkar í trékveikjunum, þær brenna út og kveikt er á nýjum, en ekkert orð er sagt. Anna ávítar sjálfa sig í hljóði fyrir að hafa verið of hvassorð við mann sinn, því að ekki var það honum að kenna, hve bágt þau áttu, þegar öllu var á botninn hvolft. Hún reynir að stynja upp einhverjum sáttarorðum, en þau komast ekki fram á varir henni. Loksins hefur Antti lokið við að gera að skíðunum. Hann ber þau út í anddyrið, kemur inn aftur og biður konu sína stuttur í spuna að taka til stærsta og hvítasta mjölpokann, sem þau eiga. Síðan fer hann upp á ofninn og leggst til svefns. „Hvenær ætlarðu að leggja af stað?“ „Þér má standa á sama um það. Láttu þér nægja að ég komi mjölinu heim.“ Skömmu síðar reyndi Anna að blíðka mann sinn með því að leggja höndina mjúklega á handlegg hans, þar sem hann lá og lézt sofa. En Antti hreyfði sig ekki. Árla næsta morguns, svo snemma, að morgunstjarnan er ekki komin á loft, rennir Antti sér hljóðlega eins og skuggi eftir skógarstígnum áleiðis til þorpsins. Veður er stillt, hörkufrost og stjörnubjart. Hann hafði farið 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.