Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 78
Norræn jól
handarbakinu um munninn og kingir munnvatninu. Síðan kveikir hann á
trékveikju og sezt í rökkrinu við arininn til þess að gera við skíðin. Kona
hans horfir þögul á, drættirnir í andlitinu mýkjast og loks segir hún án þess
þó að snúa sér að honum:
„Ætli þú getir ekki fengið að aka með einhverjum frá Pusuia. Það er
varla svo, að einhver þeirra þurfi ekki að fara í kaupstað fyrir jólin.“
„Ég kæri mig kollóttan um hestana þeirra, þegar ég get gengið sjálfur.'4
„En það eru sex mílur til kirkjunnar, og þú hefur ekki smakkað ærleg-
an matarbita í heila viku.“
„Ég er ekki svo máttvana, að ég geti ekki rennt mér nokkrar mílur
á skíðum.“
„En það eru brekkur á leiðinni og svo þarftu að bera mjölpokann heim.“
Ekkert svar, það hummaði ekki einu sinni í honum. Önnu finnst hún
hafa ráðið manni sínum nóg, lætur börnin fara að sofa, tekur rokkinn
sinn og fer að spinna eins og hún hefur gert á hverju kvöidi allan vetur-
inn. Það suðar í rokknum og snarkar í trékveikjunum, þær brenna út og
kveikt er á nýjum, en ekkert orð er sagt. Anna ávítar sjálfa sig í hljóði
fyrir að hafa verið of hvassorð við mann sinn, því að ekki var það honum
að kenna, hve bágt þau áttu, þegar öllu var á botninn hvolft. Hún reynir
að stynja upp einhverjum sáttarorðum, en þau komast ekki fram á varir
henni.
Loksins hefur Antti lokið við að gera að skíðunum. Hann ber þau út
í anddyrið, kemur inn aftur og biður konu sína stuttur í spuna að taka
til stærsta og hvítasta mjölpokann, sem þau eiga. Síðan fer hann upp
á ofninn og leggst til svefns.
„Hvenær ætlarðu að leggja af stað?“
„Þér má standa á sama um það. Láttu þér nægja að ég komi mjölinu
heim.“
Skömmu síðar reyndi Anna að blíðka mann sinn með því að leggja
höndina mjúklega á handlegg hans, þar sem hann lá og lézt sofa. En Antti
hreyfði sig ekki.
Árla næsta morguns, svo snemma, að morgunstjarnan er ekki komin
á loft, rennir Antti sér hljóðlega eins og skuggi eftir skógarstígnum áleiðis
til þorpsins. Veður er stillt, hörkufrost og stjörnubjart. Hann hafði farið
76