Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 82

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 82
Norræn jól stígur á skíðin og hverfur fyrir næstu bugðu á veginum. Tóbaksreykurinn þyrlast út úr honum og ekki er að sjá að fjögra lýsipunda byrðin þyngi hann mikið. Enn er ekki áliðið dags, og' hann fer ailt of hart af stað undir áhrifum tóbaksins og góðra erindisloka og gerir sér góðar vonir um að komast heim fyrir miðnætti. Færið er gott og lítið um lausamjöll í skóg- inum. Harðsperrurnar frá því í gær mundu hverfa, þegar hann færi að liðkast. - Veður er mildara en í gær. I suðri gægist sólin yfir fjarlæga skóga, og honum fer að verða heitt í gærukuflinum. Þess vegna fer hann úr honum, vefur hann saman og leggur hann ofan á pokann og heldur áfram snögg- klæddur. Honum kemur í hug gömul vísa, sem timburfleytimenn syngja, og raular hana, og þegar hún er búin, byrjar hann á sálmi. Þegar sólin er hnigin til viðar og stjörnurnar tindra í rökkrinu, verður skógurinn gisn- ari og framundan blasir við stórt, ísilagt stöðuvatn, og nú veit Antti, að hann er kominn þriðjung leiðar. Skapið er ekki eins létt og það var, hon- um hefur miðað hægt, og nú smýgur þreytan um öll liðamót, svo að hann hefði helzt viljað fle}rgja sér niður í fönnina og sofna frá öllu saman. Til þess að hressa sig rennir hann sér í snarkasti ofan bakkann og niður á ísinn. Þar kemur á móti honum napur vindur og næðir um hann. Frostið hefur hert með kvöldinu, hálsmálið á skyrtunni hans var blautt af svita en er nú gaddað og meiðir hann í hálsinn. Mjölpokinn er eins og bjarg á baki hans og snærin skerast inn í axlir honum, f fjarska handan við vatnið sér hann blika ljós í glugga á einmana bæ. Sem snöggvast stendur hann gagntekinn hugsuninni um að fá að teygja úr sér í hlýjunni og hvíla sig ofurlitla stund áður en hann heldur áfram ferðinni út í næturmyrkrið, en á næsta augnabliki hefur hann unnið bug á freistingunni, leysir af sér byrðina og fer í kaldan gærukuflinn. Það er orðið of kalt til þess að ganga snöggklæddur alla jólanóttina. Hann sópar snjónum af svellinu, þar sem hann stendux-, og pjakkar gat á það með brodd- stafnum, svo að vatnið seitlar upp. Síðan tekur hann varlega nokkrar mjöl- lúkur úr pokanum, hrærir mjölið út í vatnið og spænir upp í sig aðfangadags- kvöldmatinn. Svo lyftir hann á sig pokanum að nýju, kveikir í pípu sinni, spyrnir við broddstafnum og markar beina línu skáhallt yfir snævi þakið, skuggalegt vatnið, meðan jólastjörnurnar tindra á heiðskírum himni í 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.