Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Blaðsíða 88
Norræn jól
Samt er það sannast mála, að þegar litið er yfir líðandi ár, má það valda
mestum áhyggjum hvaða áhrif árið hefur á framtíð þjóðlegrar, andlegrar
menningar íslendinga. Mál okkar og menning og þjóðlegar minningar og
þjóðlegar þroska- og sjálfstæðisvonir eru nú í þeirri deiglu, sem enginn veit
hvað úr kemur. Örlítil útkjálkaþjóð fær þar engu um þokað. Smáþjóðirnar
fá í Ieikslokin hver sinn skammt. Smáþjóðirnar hafa reyndar lagt menning-
unni til mörg frjósömustu og fínustu verðmæti hennar. Þær hafa oft verið
til fyrirmyndar um skipulag mála og skynsamlega úrlausn á vandræðum og
góða varðveizlu á verðmætum lífsins. Árið, sem er að líða, hefur verið ár
eyðilegginganna á slíkum verðmætum, ár vaxandi vandræða og ár kyrkings-
ins í þeim vexti, sem fíngerðastur er og beztur. Öllu er nú einbeitt í óáttina,
í kraftinn og niðurrifið. En jafnvel upp úr slíku óárani í mannfólki og
félagsanda heimsins getur vaxið nýtt líf og ýmislegt gott og nytsamlegt
skapazt úr þeirri reynslu og þeim rannsóknum,, sem nú eru gerðar í þágu
styrjaldarinnar, þó að betur hefði þeim verið varið til annars.
íslendingar hafa ekki einungis fengið að reyna sætleik ársins í árgæzku
og gróða. Þeir hafa einnig orðið fyrir áföllunum og þurft að þola harmana.
Öllum eru sárlega minnisstæð skipatjón og mannskaðar af völdum styrj-
aldarinnar. Ekki þarf að ýfa það upp. En menn minnast í þakklæti allra
þeirra, sem þannig lögðu líf sitt fram.
Ársins 1941 verður minnzt fyrir marga hluti þó að gróði þess gufi upp.
Merkilegir atburðir gerðust í stjórnmálalífi landsins, s. s. kosning fyrsta
ríkisstjórans. Bandaríkin tóku sér hervernd landsins. Breytingar urðu á
verzlunarháttum. Kosningum var frestað. Háskólinn var aukinn, s. s. bætt
við námi í viðskiptafræðum. Ráðin var stofnun húsmæðraskóla. Margt fleira
væri gott að telja: garðyrkjusýningu, Iistsýningar, fornminjarannsóknir,
skólahald, rausnarlegar gjafir til góðra mála og mikla og margbreytta bóka-
útgáfu. En hér verður enginn annáll rakinn. Þetta má aðeins skoða sem fá-
orðan formála að nokkrum myndum, sem sýna ýmsa atburði ársins.
Seinna kemur sagan og metur árið og vegur á sína vog. Þá sjá menn
sjálfsagt sumt öðruvísi en við gerum nú. Sumt, sem nú er stórt, verður þá
smátt. Annað, sem nú kann að fara fram hjá okkur, eða er okkur hulið,
hefur þá máske borið mikilsverðan ávöxt. Það eru ekki ávallt fyrir-
ferðarmestu árin sem frjósömust verða. Máske verður þetta auðuga ár fátækt
86